Við og börnin okkar

Við og börnin okkar er upplýsingabæklingur fyrir foreldra/forsjáraðila og aðstandendur barna sem flutt hafa til Íslands. Bæklingurinn skýrir ábyrgð og skyldur foreldra/forsjáraðila, réttindi og menntun barna. Bæklingarnir eru tveir með sama efni, á íslensku/ensku og íslensku/pólsku. Þessi framsetning auðveldar innflytjendum að læra ýmis hugtök á íslensku og auðveldar ráðgjöfum að nota hann í samskiptum við innflytjendur.

Hafðu samband

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við Joanna Marcinkowska, verkefnastjóra á mannréttinda og lýðræðisskrifstofu

  • Netfang: joanna.marcinkowska@reykjavik.is