Uppbygging í Reykjavík

Uppbygging húsnæðis - Grafarvogur

Mikil uppbygging og hraður vöxtur borgarinnar krefst þess að upplýsingar um uppbyggingarsvæðin sé aðgengileg og áreiðanleg. Að baki þurfa að liggja traust gögn sem uppfærast hratt þannig að á hverjum tíma sé öllum ljóst hvað er verið að gera á hverju svæði.

Uppbyggingin hefur bein áhrif á íbúa og þeirra lífsgæði og því er mjög mikilvægt að upplýsingarnar séu settar fram með skiljanlegum hætti á sama tíma og þær verða að vera ítarlegar.

Verkefnið 

Uppbygging í borginni hefur verið hröð á undanförnum árum auk þess sem verið er að þétta byggð og styrkja almenningssamgöngur á sama tíma. Íbúar hafa átt erfitt með að fylgjast með þar sem yfirsýn yfir verkefnin hefur ekki verið aðgengileg auk þess sem skipulagið á hverjum reit hefur tekið breytingum. 

Til þess að gefa betri yfirsýn og auka aðgengi að upplýsingum um uppbyggingarsvæðin var ákveðið að setja fram upplýsingar á korti þar sem hægt er að fylgjast með stöðu á hverju svæði í því sem næst rauntíma.

Markmið verkefnisins voru:

  • Að setja fram á einum stað yfirlit yfir öll uppbyggingarsvæði í Reykjavík þar sem finna má upplýsingar um umfang, áætlanir og framvindu.
  • Að tengja raungögn um uppbyggingarsvæðin við kortið þannig að uppfærslur verðu eðlilegar, hraðar og traustar.
  • Að staðan á hverju svæði sé öllum ljós alltaf, hver er staðan núna og hvað er framundan.

Hvað er á kortinu?

Á kortinu er að finna öll uppbyggingarsvæði borgarinnar. 

 

Hægt er að skoða uppbyggingu eftir hverfum og á hvaða stigi hún er. Með því að smella á svæði koma upplýsingar um stöðu verkefnis, fjölda íbúða, framkvæmdaraðila, áætluð verklok og hönnuð verkefnis.

 

Hægt er að skoða eftir mismunandi byggingarstigum og eftir hverfum.  

Kranar á uppbyggingarsvæði