Hvað er stafræn verkefnastjórnun?

Þjónustu- og nýsköpunarsvið Reykjavíkurborgar leiðir áfram stafræna vegferð borgarinnar með notendamiðaðri nálgun, nýsköpun og eflingu sjálfvirkrar stjórnsýslu að leiðarljósi. Megintilgangur stafrænnar vegferðar borgarinnar er að auðvelda líf borgarbúa, auka aðgengi að þjónustu og einfalda rekstur borgarinnar.

Stafræn vegferð og vefræn verkefnastjórnun

  • Vefræn verkefnastjórnun snýr að því hvernig aðferðum og verkfærum er beitt við stýringu vefverkefna.
  • Vefverkefni hafa oft mikið flækjustig þar sem þau snúast um útlit og ásýnd sem allir hafa skoðun á en þurfa svo líka að tryggja ýmsa staðla tengdum öryggi og aðgengi.

Þröstur Sigurðsson fjallar um stafræna vegferð borgarinnar.

Hreinn Hreinsson, Ólafur Sólimann Helgason, Guðrún Jóhannsdóttir, Anna Kolbrún Jensen og Eyvindur Elí Albertsson fjalla um nokkur af verkefnum vefdeildar.

Upptaka frá fundinum „Hvað er að frétta af stafrænni verkefnastjórnun hjá ÞON?“

Fagleg verkefnastjórnun

  • Verkefnastjórnun er ákveðið ferli sem hefst með góðum undirbúningi og skipulagningu og í grunninn er fagleg verkefnastýring sú sama hvers eðlis sem verkefnin eru.
  • Fagleg verkefnastjórnun er aðferðafræði sem er beitt við að vinna verkefni. Hún felur í sér áætlanagerð, skipulag, eftirlit og stýringu á öllum þáttum verkefnis. Með því að beita þessari aðferðafræði aukast líkarnar á því að að markmið verkefnisins náist, á grundvelli samþykkrar áætlunar um tíma, kostnað eða árangur verkefnisins.
  • Hér á ÞON, Þjónustu- og nýsköpunarsviði Reykjavíkurborgar, höfum við markvisst verið að byggja upp þekkingu í faglegri verkefnastýringu undanfarin ár og við stýrum stafrænum verkefnum með þessum hætti þvert á svið borgarinnar.

Hugrún Ösp Reynisdóttir, deildarstjóri verkefna- og vörustýringar fjallar um faglega verkefnastjórnun.

Upptaka frá fundinum „Hvað er að frétta af stafrænni verkefnastjórnun hjá ÞON?“

Lausnir þvert á svið

  • Í stafrænni vegferð borgarinnar eru margar áskoranir sem þarf að leysa og það er mikið fengið með því að hafa yfirsýn stafrænna verkefna á einum stað, enda er stundum er hægt að samnýta lausnir sem þegar eru í rekstri.
  • Stundum er líka hægt að leysa áskoranir ólíkra sviða með sömu lausnum eins og dæmi sýna hér á eftir.

Hugrún Elfa Hjaltadóttir, verkefnastjóri, fjallar um nýtt eignaumsjónakerfi.

Upptaka frá fundinum „Hvað er að frétta af stafrænni verkefnastjórnun hjá ÞON?“

Lausnir sem nýtast starfsfólki

  • Stafræn vegferð borgarinnar snýst ekki bara um að auðvelda þjónustuþegum borgarinnar lífið heldur líka starfsfólki.
  • Þarfir starfsfólks taka breytingum, tækniumhverfið breytist og gera má meiri kröfur til sjálfvirknivæðingar en áður.
  • Við hlustum á þarfir starfsfólks og leggjum okkur fram við að nýta tæknina til góðs, efla skilvirkni og auka ánægju starfsfólks.

Salvör Gyða Lúðvíksdóttir, verkefnastjóri, fjallar um nýtt starfsumsóknakerfi Reykjavíkurborgar.

Upptaka frá fundinum „Hvað er að frétta af stafrænni verkefnastjórnun hjá ÞON?“

Fylkið, val á verkefnum

  • Ákvarðanataka og forgangsröðun verkefna í hóp getur verið snúin. Erfitt getur verið að átta sig á því hvort sameiginlegur skilningur liggi fyrir um sýn, stefnu og markmið. Þar að auki eru oft ólíkir hagsmunir að baki.
  • Þetta innslag fjallar um það hvernig Þjónustu- og nýsköpunarsvið Reykjavíkurborgar kom á fót mannlegu ferli til þess að gera ákvarðanir og forgangsröðun faglega og gagnsæja og samstillti um leið helstu hagsmunaaðila um stefnu og markmið í stafrænni umbreytingu, með hagsmuni íbúa og starfsfólks að leiðarljósi.

Erlingur Fannar Jónsson, verkefnastjóri fjallar um ákvarðanatöku og forgangsröðun stafrænnar vegferðar.

Upptaka frá fundinum „Hvað er að frétta af stafrænni verkefnastjórnun hjá ÞON?“

Lausnir fyrir íbúa

  • Stafræn vegferð er komin til að vera og Reykjavíkurborg er virkur þátttakandi í þeirri vegferð.
  • Við mætum þörfum fólks með innleiðingu á nýrri tækni svo sem búnaði í skólastarfið og styðjum þar með við breytta kennsluhætti.

Helen Símonardóttir, verkefnastjóri, fjallar um stafræna grósku í grunnskólum Reykjavíkur.

Upptaka frá fundinum „Hvað er að frétta af stafrænni verkefnastjórnun hjá ÞON?“