Um Rimaskóla

Rimaskóli var formlega stofnaður á fundi Fræðsluráðs Reykjavíkur 19. apríl 1993. Lokið var við byggingu Rimaskóla í fjórum áföngum um síðustu aldamót og við lokafrágang í nóvember árið 2001 var skólinn loks fullbúinn og formlega vígður. 30 ára afmælishátíð Rimaskóla var haldin 1. júní 2023. Fjöldi gesta komu í heimsókn og glöddust með skólasamfélaginu.

Einkunnarorð Rimaskóla

Einkunnarorð Rimaskóla frá upphafi hafa verið "Regla - Metnaður -Sköpun" sem kalla á að nemendur fari eftir þeim fáu en skýru reglum sem skólinn setur, jákvæður metnaður svífi yfir vötnum þegar námsárangur og þátttaka í verkefnum og keppnum er annars vegar og að sköpunargáfa og listfengi nemenda fái útrás með öflugri og fjölbreyttir kennslu á viðkomandi sviðum. Þetta á góðan samhljóm með Menntastefnu Reykjavíkurborgar til 2030  „Látum draumana rætast“ Menntastefna Reykjarvíkurborgar sjá kafla 8. 

 

 

Teikning af tveim börnum á grunnskólaaldri.

Verðlaun og þróunarstarf

Rimaskóli hefur hlotið margvísleg hvatningarverðlaun og viðurkenningar fyrir framúrskarandi skólaverkefni og þróunarstarf. Má þar nefna námsgreinar eins og vísindi, heimilisfræði, leiklist, lífsleikni og skák en ótrúlegur árangur nemenda skólans í skáklistinni hefur vakið athygli og aukið á orðspor skólans.

Skólastjórn

Helgi Árnason var skólastjóri Rimaskóla frá árunum 1993-2019. Þóranna Rósa Ólafsdóttir tók við stjórninni haustið 2019 og er starfandi enn í dag.