Um Heilbrigðiseftirlitið

Hlutverk Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er að fara með hollustuhátta-, matvæla- og mengunarvarnaeftirlit í borginni, stuðla að öflugri umhverfisvöktun og fræðslu til almennings í Reykjavík. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gefur meðal annars út starfsleyfi fyrir starfsleyfisskylda starfsemi.

 

Þjónusta

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sinnir þjónustu og fræðslu til starfsleyfisskyldra fyrirtækja og borgarbúa sem snýr að heilbrigðiseftirliti og vöktun umhverfis. Haldin er málaskrá yfir framkvæmd og niðurstöður eftirlits hjá starfsleyfisskyldum fyrirtækjum auk annarra eftirlita. 

Starfsemi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur skiptist í deild matvælaeftirlits, deild umhverfiseftirlits og einingu vöktunar

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur starfar í umboði heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar og sér um að framfylgja lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, lögum um matvæli nr. 93/1995 og öðrum þeim lögum og reglugerðum er um starfsemina gilda. Öllum sveitarfélögum í landinu er skylt að reka heilbrigðiseftirlit en að öðru leiti eru heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga faglega sjálfstæðar stjórnsýslustofnanir en með rekstrarlega tengingu við sveitarfélögin.

 

Lög, reglugerðir og samþykktir

Helstu lög, reglugerðir og samþykktir sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur starfar eftir.

Úrskurðir

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og matvælaráðuneytið fara með mál heilbrigðiseftirlita/heilbrigðisnefnda.

Hægt er að sjá úrskurði (kærur, álit eða umsagnir) sem tengjast Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur eða heilbrigðisnefnd Reykjavíkur.

Opinber birting

Opinber birting á upplýsingum sem tengjast starfsemi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur eins og auglýsingar vegna mengandi starfsemi, starfsleyfi í gildi, niðurstöður heilbrigðiseftirlits, loftgæði og neysluvatnssýni.

Ársskýrslur

Samkvæmt viðbót við 46. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir frá 11. júní 2019 skal heilbrigðisnefnd birta skýrslu um helstu verkefni liðins árs ásamt ársreikningi.

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar starfar á vegum borgarstjórnar skv. 45. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, með þeim hætti sem nánar er kveðið á um í samþykkt þessari, samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019 og eftir því sem lög mæla fyrir um.