Pantanir og matseðlar fyrir heimsendan mat og hádegisverð í félagsmiðstöðvum

Heimsendur matur er fyrir þá sem geta ekki annast matseld sjálfir og sjá sér ekki fært að borða í næstu félagsmiðstöð. Hér að neðan eru matseðlar á félagsmiðstöðvum og yfir heimsendan matGjaldskrá veitinga og fæðis, bæði heimsent og í móttökueldhúsum.

Hádegisverður í félagsmiðstöðvum

Öllum er frjálst að snæða hádegisverð á næstu félagsmiðstöð velferðarsviðs, sem býður upp á heitan mat í hádeginu, en hringja þarf á viðkomandi stað samdægurs fyrir kl. 9.00 og panta máltíðina. Hægt er að sjá verð á máltíðum í gjaldskrá og matarmiða er hægt að kaupa hjá starfsfólki eldhúsa í félagsmiðstöðvum.  Athugið að félagsmiðstöðvar velferðarsviðs bjóða hádegismat alla virka daga en hins vegar er hægt að fá heimsendan mat um helgar og það er opið alla daga ársins á Vitatorgi við Lindargötu 59. 

Vikumatseðill á félagsmiðstöðvum og á Vitatorgi

 

Mánudagur 19.mars

Soðin ýsa með kartöflum, smjöri og salati - Rósenkáls-mauksúpa (glútenlaus)

Þriðjudagur 20. mars

Steiktar kjötbollur, kartöflur, grænar baunir og brún sósa - Grjónagrautur

Miðvikudagur 21. mars

Svínasnittsel með steiktum kartöflum, sumarblöndu og paprikusósu - Aspassúpa

Fimmtudagur 22. mars

Nætursaltaður fiskur, kartöflur, rúgbrauð og smjör - Sætsúpa og tvíbökur

Föstudagur 23. mars

Soðinn lambsbógur, karrýsósa, hrísgrjón og rófur -  Gulrótarmauksúpa (glútenlaus)

Laugardagur 24. mars

Ofnsteiktur fiskur með salati, paprikukartöflum og jógúrtsósu - Volgur sveskjugrautur með rjómablandi

Pálmasunnudagur / Sunnudagur 25. mars

Sænsk skinka með soðnum kartöflum, rauðkáli og sveppasósu - Eftirréttaterta með rjóma

Matseðill í eldhúsi Vitatorgi og félagsstarfi  19. mars - 08. apríl

Heimsendur matur

 

Heimsendingarmatseðill Eldhús Vitatorgi  

Mánudagur 19. mars

Soðin ýsa með kartöflum, smjöri og soðnu grænmeti - Grænmetissúpa

Þriðjudagur 20. mars

Vínarsnitsel með kryddsmjöri, kartöflum og súrum gúrkum - Ostakaka með skógarberjum

Miðvikudagur 21. mars

Gufusoðin ýsa með kartöflum, smjöri og spergilkáli - Rósenkálsmauksúpa (glútenlaus)

Fimmtudagur 22. mars

Steiktar kjötbollur, kartöflur, grænar baunir og brún sósa - Grjónagrautur

Föstudagur 23. mars

Svínasnittsel með steiktum kartöflum, sumarblöndu og paprikusósu - Aspassúpa

Laugardagur 24. mars

Nætursaltaður fiskur með kartöflum, rúgbrauði, rófum og smjöri - Sætsúpa

Pálmasunnudagur / Sunnudagur 25. mars

Soðinn lambabógur, karrýsósa, hrísgrjón og rófur - Gulrótarmauksúpa (glútenlaus)

Heimsendur matseðill í eldhúsi Vitatorgi og félagsstarfi  19. mars - 08. apríl

Heimsendur matur - leiðbeiningar

Ferill umsóknar/þjónustu

Þeir sem sækja um heimsendan mat snúa sér til þjónustumiðstöðva í viðkomandi hverfum með hliðsjón af lögheimili sínu. Ef viðkomandi þarf hins vegar að afpanta mat til lengri eða skemmri tíma, skal hafa samband við framleiðslueldhúsið á Vitatorgi, við Lindargötu 59, 101 Reykjavík. Sími: 411 9450. Sótt er um heimsendan mat á þjónustumiðstöðum borgarinnar og hvar miðast við lögheimili umsækjanda. Einnig er hægt að sækja um rafrænt á Rafrænni Reykjavík.  Fylla þarf út umsókn um heimsendan mat (sjá í bláa rammanum hér efst) og skila á þjónustumiðstöð í hverfi umsækjanda.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Hægt er að koma fyrirspurnum og almennum kvörtunum/ábendingum á framfæri símleiðis eða í móttöku á öllum þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Þeir sem sækja um heimsendan mat snúa sér til þjónustumiðstöðvar í hverfiviðkomandi og hvar miðast við lögheimili. Ef viðkomandi þarf hins vegar að afpanta mat til lengri eða skemmri tíma skal hafa samband við framleiðslueldhúsið á Vitatorgi, við Lindargötu 59, 101 Reykjavík. Sími: 411 9450.

Sótt er um þjónustuna á útprentuðu umsóknareyðublaði.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

3 + 0 =