Úrgangsforvarnir

Í stefnumótun Reykjavíkurborgar er lögð rík áhersla á að koma í veg fyrir að úrgangur myndist. Úrgangur verður til vegna neysluvenja og framleiðsluferla og hann kostar samfélagið stórar fjárhæðir árlega. Töluverður umhverfislegur kostnaður fylgir einnig úrgangsmyndun. Með því að koma í veg fyrir myndun úrgangs getum við sparað okkur og umhverfinu mikið álag og kostnað.

Upplýsingaflæði og fræðsla

Aðgerðir til úrgangsforvarna eru að mestu tvíþættar, þær snúa að neytendum annars vegar og rekstraraðilum hins vegar. Með fræðslu og hagrænum hvötum er hægt að auka meðvitund um að neysluvenjur og framleiðsluferli hafa áhrif á myndun úrgangs.

Reykjavíkurborg hefur í sífellt ríkara mæli sinnt úrgangsforvörnum. Upplýsingaflæði og fræðsla er lykill að úrgangsforvörnum, auk þess sem mikilvægt er að sveitarfélagið sýni gott fordæmi.

Græn skref

Meðal þeirra aðgerða sem Reykjavíkurborg hefur tekið þátt í eða sett á laggirnar til þess að sporna gegna úrgangsmyndun er verkefnið Græn skref. Verkefnið snýst um að efla vistvænan rekstur í starfsemi Reykjavíkurborgar og minnka umhverfisáhrif borgarinnar.

Fleiri spurningar?

Hafðu samband: upplysingar@reykjavik.is