Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er byggðasamlag sem starfar á grundvelli stofnsamnings frá 31. maí 2000.
Tilgangur þess er að vinna að forvörnum, veita fyrstu viðbrögð til að vernda líf og heilsu fólks, umhverfi og eignir og sinna öðrum lögbundnum verkefnum.
Stofnendur byggðasamlagsins eru eftirtalin sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu: Reykjavíkurborg, Garðabær, Hafnarfjarðarbær, Kópavogsbær, Mosfellsbær, Seltjarnarnesbær og Sveitarfélagið Álftanes.
Stjórn byggðasamlagsins er skipuð framkvæmdastjórum aðildarsveitarfélaganna eða fulltrúum þeirra og jafnmörgum til vara. Borgarstjóri er formaður stjórnarinnar. Kjörtímabil stjórnar er hið sama og sveitarstjórna. Aðsetur Slökkviliðsins er að Skógarhlíð 14.