Samráðsvettvangur Reykjavíkurborgar og trú- og lífsskoðunarfélaga
Samráðsvettvangur Reykjavíkurborgar og trú- og lífsskoðunarfélaga á höfuðborgarsvæðinu skapar farveg fyrir samskipti milli Reykjavíkurborgar og trúfélaga, lífsskoðunarfélaga og fólks með mismunandi viðhorf.
Tilgangur og markmið
Reykjavíkurborg leggur áherslu á jafnræði, mannréttindi og samvinnu við íbúa, sem stjórnvald, atvinnurekandi og veitandi þjónustu. Allar stofnanir borgarinnar vinna markvisst og skipulega að því að móta og byggja upp þjónustu, menningarstarf, fræðslu og upplýsingamiðlun í þágu jafnréttis og margbreytilegs samfélags þannig að allir hafi jafnt aðgengi og geti tekið þátt í þeim á sínum forsendum.
Markmið með samráðsvettvangi Reykjavíkurborgar og trú- og lífsskoðunarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er að skapa farveg fyrir samskipti milli Reykjavíkurborgar og trúfélaga, lífsskoðunarfélaga og fólks með mismunandi viðhorf og skapa tækifæri til að auka gagnkvæma virðingu og skilning meðal ólíkra hópa og ræða þær áskoranir innan borgarsamfélagsins sem hóparnir standa frammi fyrir.
Samráðsvettvangurinn
Samráðsvettvangurinn er mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu til ráðgjafar um málefni og hagsmuni skjólstæðinga sinna. Á dagskrá funda skulu tekin mál sem þátttakendur í samráðsvettvanginum hafa óskað eftir að tekin verði þar fyrir. Á fundunum skulu þátttakendur fá tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og vekja athygli á áskorunum sem mæta skjólstæðingum þeirra.
Skipan
Trú- og lífsskoðunarfélögum á höfuðborgarsvæðinu sem skráð eru í samræmi við lög nr. 108/1999 um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög stendur til boða að tilnefna fulltrúa til að taka sæti í samráðsvettvanginum fyrir þeirra hönd. Þar að auki stendur þjóðkirkjunni til boða að tilnefna fulltrúa, sbr. lög nr. 77/2021 um þjóðkirkjuna.
Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar kallar eftir tilnefningum og hefur umsjón með samráðsvettvanginum.
Fundargerðir og fulltrúar
Fundargerðir
Fundargerðir vettvangsins eru birtar hér:
Tilnefndir fulltrúar
Eftirgreindir aðilar hafa tilnefnt fulltrúa til vettvangsins.
Alþjóðleg kirkja guðs og embætti Jesú Krists |
Asthutosh jóga á Íslandi |
Andlegt ráð bahá'ía í Reykjavík |
Boðunarkirkjan |
Búddistafélag Íslands |
Búddistasamtökin SGI á Íslandi |
Catch The Fire |
DíaMat |
Heimsfriðarsamtök Fjölskyldna (Fjölskyldusamtök Heimsfriðar og Sameiningar) |
Hjálpræðisherinn trúfélag |
ICCI (Islamic Cultural Center of Iceland) |
Íslenska Kristkirkjan |
Óháði söfnuðurinn |
Stofnun múslima á Íslandi |
Zen á Íslandi-Nátthagi |
Nýja Avalon Miðstöðin |
Siðmennt |
Þjóðkirkjan |
Samfélag Gyðinga á Íslandi |
Hafðu samband
Fyrir nánara samband er hægt að hafa samband við verkefnastjóra mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu
- Guðrún Elsa Tryggvadóttir, lögfræðingur á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu.
Netfang: gudrun.elsa.tryggvadottir@reykjavik.is - Joanna Marcinkowska, verkefnastjóri á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu.
Netfang: joanna.marcinkowska@reykjavik.is