Hvatningarverðlaun

 

Hvatningarverðlaun

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur efnir til hvatningarverðlauna fyrir leikskóla-, grunnskóla- og frístundastarf á vegum borgarinnar ár hvert. Í ár hlutu hvatningarverðlaunin frábær verkefni sem bera vitni um gróskumikið skóla- og frístundastarf.

Markmið hvatningarverðlaunanna er að vekja athygli á því gróskumikla starfi sem fram fer í skólum borgarinnar. Verðlaunin eiga að veita starfsfólki jákvæða hvatningu, ásamt því að viðhalda og stuðla að nýbreytni- og þróunarstarfi. Verðlaunin eru viðurkenning fyrir vel unnin verk í þágu náms og kennslu og staðfesting þess að starfið sé fyrirmynd annarra.