Loftslagssáttmáli ferðaþjónustu
Losun:
N/A
Ábyrgðaraðili:
Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins
Lýsing:
Þróa yfirlýsingu um loftslagsaðgerðir fyrir ferðaþjónustuna á höfuðborgarsvæðinu. Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins kynnir Reykjavík sem áfangastað, og skilgreiningin á þeim áfangastað nær yfir allt höfuðborgarsvæðið. Eitt af áherslusviðum þeirra er sjálfbær ferðaþjónusta og loftslagsyfirlýsingin mun fela í sér vistvæna samgöngumöguleika og stuðla að umhverfisvænni ferðaupplifun.
Yfirlýsingin verður unnin í samstarfi við aðildarfyrirtæki Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins og mun leggja sérstaka áherslu á grænar samgöngur.
Áætluð losun gróðurhúsalofttegunda sem hægt er að draga úr hefur ekki verið metin. Þróun yfirlýsingarinnar felur í sér að skilgreina þessa mælingu. Ein möguleg leið gæti verið ferðavenjukönnun meðal ferðamanna.
Losunarflokkur:
Samgöngur og úrgangur