Kolefnisbinding
Losun:
34.522 tonn CO2 ígildi
Ábyrgðaraðili:
Lýsing:
Unnið er að kortlagningu mögulegra aðgerða til að draga úr losun vegna landnotkunar. Í framhaldi unnið að ítarlegri áætlun um hvernig draga megi úr losun sem stafar af landnotkun.
Í núverandi loftslagsaðgerðaáætlun (CAP) er áætlað að samdráttur vegna breytinga á landnotkun nemi 34.522 tonnum CO₂-ígilda. Breyting á aðferð við mat á kolefnisbindingu innan þéttbýlis mun draga úr áætlaðri losun frá landnotkun.
Stærstu tækifærin hér eru kolefnisbinding með skógrækt og endurheimt votlendis, sem er hluti af núverandi loftslagsáætlun og einnig unnið að innan Græna plans Reykjavíkurborgar.
Losunarflokkur:
Landnotkun