Kynningarefni

Opinn kynningarfundur var haldinn í febrúar 2021 um deiliskipulagsvinnuna á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog. 

Hér að neðan er hægt að horfa á fundinn ásamt því að skoða myndbönd af erindum fundarins og kynningar sem kynntar voru.

Dagskrá fundarins

Pawel Bartoszek, varaformaður skipulagsráðs opnar fundinn: Áherslur í uppbyggingu og ferlið framundan.

  • Björn Guðbrandsson, arkitekt hjá Arkís: Höfðinn - nýr borgarhluti í mótun - helstu forsendur og markmið.
  • Páll Gunnlaugsson, arkitekt hjá ASK arkitektum: Krossmýrartorg - nýr kjarni í austurhluta borgarinnar.
  • Sigurbjörg Helga Gunnbjörnsdóttir, skipulagsfræðingur hjá Arkís: Elliðaárvogurinn - borgin við sundin.
  • Þráinn Hauksson, landslagsarkitekt hjá Landslagi: Grænasti borgarhlutinn - Græn svæði og almenningsrými.
  • Soffía Vagnsdóttir, skrifstofustjóri á fagskrifstofu grunnskóla á Skóla- og frístundasviði: Skólahverfið - samspil skóla og umhverfis.
  • Anna Guðrún Stefánsdóttir, umferðar- og skipulagsverkfræðingur hjá Verkís: Áherslur á blöndun ólíkra ferðamáta.

Fundarstjóri er Birkir Ingibjartsson.

Fundur

Þó fundurinn sé liðinn getur allt áhugafólk um skipulagsvinnuna áfram sent inn spurningar eða athugasemdir á netfangið hofdinn@reykjavik.is.

Samhliða fundinum opnaði kortakönnun um skipulag svæðisins þar sem notast er við netsamráðskerfið Maptionnaire.

Ávarp varaformanns skipulags- og samgönguráðs

Pawel Bartoszek varaformaður skipulags- og samgönguráðs fer yfir tækifærin sem felast í því að umbreyta umhverfi Elliðaárvogs og Ártúnshöfða úr iðnaðarsvæði í blandaða byggð í hjarta borgarinnar í miklum tengslum við Grafarvoginn og Elliðaárnar.

Höfðinn – nýr borgarhluti í mótun

Björn Guðbrandsson arkitekt hjá Arkís fer yfir þær grunnhugmyndir sem liggja að baki skipulagstillögunum og hvernig þær tengjast stefnumörkin borgarinnar um þéttingu byggðar og tengingu svæðisins við Borgarlínuna.

Arkís eru meðhöfundar að rammaskipulagi svæðisins sem samþykkt var árið 2016 í kjölfar hugmyndasamkeppni sem fram fór árið 2015. Arkís eru einnig deiliskipulagshöfundar á stækkun Bryggjuhverfisins.

Krossmýrartorg - nýr kjarni í austurhluta borgarinnar

Páll Gunnlaugsson arkitekt hjá ASK arkitektum fer yfir fyrirliggjandi skipulagstillögur uppi á Ártúnshöfða við Stórhöfða og Breiðhöfða.

Kjarni svæðisins verður við Krossmýrartorg þar sem gert er ráð fyrir nýju menningarhúsi í tengslum við torg og almenningsgarð í tengslum við eina helstu skiptistöð Borgarlínunnar í austurhluta borgarinnar.

Elliðaárvogur – borgin við sundin

Sigurbjörg Helga Gunnbjörnsdóttir skipulagsfræðingur hjá Arkís fer yfir fyrirliggjandi skipulagstillögur niðri við Elliðaárvog við Sævarhöfða.

Niðri við Elliðaárvoginn verður áherslan á íbúðabyggð en einnig er gert ráð fyrir þjónustustarfsemi á völdum stöðvum sem þjóna mun hverfinu. Þar er einnig gert ráð fyrir tveimur skólabyggingum auk sundlaugar úti Grafarvoginn.

Hafa samband

Verkefnið heyrir undir embætti skipulagsfulltrúa á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.