Kynjafræðsla fyrir yngsta stig - bækur og kennsluefni

Hér má finna bækur, kennsluefni, bæklinga, kennsluhugmyndir, litabækur, myndasögur og verkefni sem hægt er að notast við í kynjafræðslu á yngsta stigi grunnskóla. 

Ofur mjúkar hetjur / Ofur sterkar prinsessur

Litabækur um hetjur og prinsessur sem afbyggja staðalmyndir. Höfundur: Linnea Johanson. Efni: Jafnrétti - Hinsegin - Staðalímyndir - Kynhlutverk - Trans

Leikir

Hér má finna leiki sem henta vel til að efla sjálfsmynd nemenda og hjálpa þeim að átta sig á styrkleikum sínum og annarra nemenda í bekknum.

 

Bækur

Þrjár bækur um Sigurfljóð sem hjálpar öllum, eftir Sigrúnu Eldjárn: Efni: Jafnrétti - Staðalímyndir - Kynhlutverk - Fyrirmyndir

Frábærlega framúrskarandi konur sem breyttu heiminum segir frá undraverðum konum sem unnu óviðjafnanleg afrek. Efni: Jafnrétti - Staðalímyndir - Kynhlutverk - Fyrirmyndir

Hugdjörf hetja fjallar um prins sem er uppfullur af gamaldags hugmyndum um kynin sem passa ekki í nútíma heim. Efni: Jafnrétti - Staðalímyndir - Kynhlutverk

Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur er bók sem inniheldur hundrað sannar sögur af konum sem hafa rutt brautina. Efni: Jafnrétti - Staðalímyndir - Kynhlutverk - Fyrirmyndir

Sipp, Sippsippanipp, Sippsippanippsippsúrumsipp - systurnar sem ætluðu sko ekki að giftast prinsum! fjallar um ungar prinsessur á framabraut. Efni: Jafnrétti - Staðalímyndir - Kynhlutverk - Fyrirmyndir

Vigdís : Bókin um fyrsta konuforsetann kynnir nýja kynslóð fyrir Vigdísi Finnbogadóttur. Efni: Jafnrétti - Staðalímyndir - Kynhlutverk - Fyrirmyndir

Þegar Rósa var Ragnar / Þegar Friðrik var Fríða er bók sem ætlað er að skapa umræður með ungum börnum um kynhlutverk og jafnrétti. Með bókinni fylgja kennsluleiðbeiningar. 

Verkefni úr Litla Kompás

Hér eru nokkur verkefni sem tekin eru úr mannréttindamenntunar bókinni Litli Kompás fyrir börn. 

Einu sinni var -  Markmiðið er að börnin geri sér grein fyrir stöðluðum kynhlutverkum og persónum í skáldskap og daglegu lífi.

Orð sem særa - Markmiðið er að börnin átti sig á því að fólk getur brugðist við orðum á mismunandi hátt.

Strákar gráta ekki - Markmiðið er að sýna hvernig staðalmyndir ýta undir mismunun. 

Það sem mér finnst gaman og það sem ég geri - Markmiðið er að gera sér grein fyrir þeim áhrifum sem kynbundnar staðalímyndir hafa.

Önnur verkefni

Byggjum betri heim er verkefnahefti sem skátahreyfingin tók saman og byggir á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Hægt að aðlaga að öllum aldurshópum. 

Söguskjóður - markmið verkefnisins er að efla tengsl foreldra við skólann og láta þau finna að hann standi þeim opinn.

UNICEF

Litabók UNICEF er á tíu tungumálum og fjallar um réttindi barna samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hægt er að prenta bókina út.

Í þrautabók UNICEF geta börn leyst ýmsar þrautir um leið og þau læra um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.