Kynjafræðsla fyrir yngsta stig - bækur og kennsluefni

Teikning af skólahúsnæði í laginu eins og bók

Hér má finna bækur, kennsluefni, bæklinga, kennsluhugmyndir, litabækur, myndasögur og verkefni sem hægt er að notast við í kynjafræðslu á yngsta stigi grunnskóla. 

Ofur mjúkar hetjur / Ofur sterkar prinsessur

Litabækur um hetjur og prinsessur sem afbyggja staðalmyndir. Höfundur: Linnea Johanson. Efni: Jafnrétti - Hinsegin - Staðalímyndir - Kynhlutverk - Trans

Teikning af myndum sem Fjóla hefur teiknað í frístund

Leikir

Hér má finna leiki sem henta vel til að efla sjálfsmynd nemenda og hjálpa þeim að átta sig á styrkleikum sínum og annarra nemenda í bekknum.

 

Teikning af hópi hlæjandi barna.

Bækur

Þrjár bækur um Sigurfljóð sem hjálpar öllum, eftir Sigrúnu Eldjárn: Efni: Jafnrétti - Staðalímyndir - Kynhlutverk - Fyrirmyndir

Júlían er hafmeyja segir frá þegar Júlían sér þrjár töfrandi konur klæddar sem hafmeyjur í lestinni og allt breytist. Það eina sem kemst að í huga hans er að verða sjálfur hafmeyja. En hvað mun ömmu finnast um það? Efni: Jafnrétti - Staðalímyndir - Kynhlutverk - Fyrirmyndir 

Ég er Jazz fjallar um Jazz sem vissi frá tveggja ára aldri að hún væri stelpa þó að allir héldu að hún væri strákur. Efni: Jafnrétti - Staðalímyndir - Kynhlutverk

Frábærlega framúrskarandi konur sem breyttu heiminum segir frá undraverðum konum sem unnu óviðjafnanleg afrek. Efni: Jafnrétti - Staðalímyndir - Kynhlutverk - Fyrirmyndir

Hugdjörf hetja fjallar um prins sem er uppfullur af gamaldags hugmyndum um kynin sem passa ekki í nútíma heim. Efni: Jafnrétti - Staðalímyndir - Kynhlutverk

Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur er bók sem inniheldur hundrað sannar sögur af konum sem hafa rutt brautina. Efni: Jafnrétti - Staðalímyndir - Kynhlutverk - Fyrirmyndir

Sipp, Sippsippanipp, Sippsippanippsippsúrumsipp - systurnar sem ætluðu sko ekki að giftast prinsum! fjallar um ungar prinsessur á framabraut. Efni: Jafnrétti - Staðalímyndir - Kynhlutverk - Fyrirmyndir

Vigdís : Bókin um fyrsta konuforsetann kynnir nýja kynslóð fyrir Vigdísi Finnbogadóttur. Efni: Jafnrétti - Staðalímyndir - Kynhlutverk - Fyrirmyndir

Þegar Rósa var Ragnar / Þegar Friðrik var Fríða er bók sem ætlað er að skapa umræður með ungum börnum um kynhlutverk og jafnrétti. Með bókinni fylgja kennsluleiðbeiningar. 

And tango makes three er bók á ensku sem fjallar um mörgæsir sem stofna óhefðbundna fjölskyldu. Efni: Jafnrétti - Staðalímyndir - Kynhlutverk

Red: A crayon's story er frábær bók á ensku sem fjallar um bláan lit sem kemur úr verksmiðjunni í rauðum umbúðum. Bókin fylgist með hvernig liturinn fær hugrekki til að vera hann sjálfur, en ekki eins og aðrir sjá hann. Efni: Jafnrétti - Staðalímyndir - Kynhlutverk

Verkefni úr Litla Kompás

Hér eru nokkur verkefni sem tekin eru úr mannréttindamenntunar bókinni Litli Kompás fyrir börn. 

Einu sinni var -  Markmiðið er að börnin geri sér grein fyrir stöðluðum kynhlutverkum og persónum í skáldskap og daglegu lífi.

Orð sem særa - Markmiðið er að börnin átti sig á því að fólk getur brugðist við orðum á mismunandi hátt.

Strákar gráta ekki - Markmiðið er að sýna hvernig staðalmyndir ýta undir mismunun. 

Það sem mér finnst gaman og það sem ég geri - Markmiðið er að gera sér grein fyrir þeim áhrifum sem kynbundnar staðalímyndir hafa.

Önnur verkefni

Byggjum betri heim er verkefnahefti sem skátahreyfingin tók saman og byggir á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Hægt að aðlaga að öllum aldurshópum. 

Söguskjóður - markmið verkefnisins er að efla tengsl foreldra við skólann og láta þau finna að hann standi þeim opinn.

UNICEF

Litabók UNICEF er á tíu tungumálum og fjallar um réttindi barna samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hægt er að prenta bókina út.

Í þrautabók UNICEF geta börn leyst ýmsar þrautir um leið og þau læra um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Teikning af Fjólu með vinkonu í frístund