Kynjafræðsla fyrir unglingastig

Hér er verkfærakista með ýmiskonar námsefni í kynjafræðslu fyrir unglingastig grunnskóla. Efninu er raðað upp eftir tegund til að auðvelda kennurum leit að því sem hentar.

Myndbönd og vefsíður

Hér er verkfærakista sem inniheldur myndbönd, vefsíður, sjónvarpsþætti, teiknimyndir og hlaðvörp sem hægt er að notast við í kynjafræðslu á unglingastigi.

Bækur sem nýst geta vel í kynjafræðslu

Íslandsdætur er saga rúmlega fjörutíu framúrskarandi kvenna sem spanna tímann allt frá upphafi byggðar á Íslandi til dagsins í dag. Efni: Jafnrétti - Kvennasaga - Fyrirmynd - Kynhlutverk - Feminismi

Fávitar eftir aktívistann Sólborgu Guðmundsdóttur. Átakið gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi hófst á Instagram og er nú komið í bókarform. Efni: Jafnrétti – Feminismi – Aktívismi – Kynferðisofbeldi

Verður heimurinn betri? inniheldur fróðleik um þróunina í heiminum og meðal annars kafli um stöðu kynjajafnréttis.

Kynjamyndir í skólastarfi skiptist í 11 kafla og fjalla þeir m.a. um kynferði og vísindi, karlmennsku og kvenleika, konur og kennslu og femínískar kenningar.

Kennsluhugmyndir og verkefni

Hér er verkfærakista sem inniheldur kennsluefni, bæklinga, kennsluhugmyndir og verkefni sem hægt er að notast við í kynjafræðslu á unglingastigi. 

Fræðslumolar í kynjafræðslu

Jarðeigandinn Valgerður er stutt grein sem fjallar um Valgerði, sögu kvenna á Íslandi og skortinn á umfjöllun um íslenskar konur í sögu kennsluefni. Efni: Jafnrétti - Kvennasaga

Kvenfrumkvöðlar er listi yfir 12 hluti sem konur fundu upp sem ekki margir vita um. Efni: Jafnrétti - Kynhlutverk

Staða kvenna í heiminum 2019 og nokkrar ástæður fyrir því hvers vegna þurfum við alþjóðlegan baráttudag kvenna. Efni: Jafnréttindi - Femínismi

Þakkaðu femínista fyrir að.. Á síðunni School of feminism má finna veggspjöld þar sem tekið er fram hvaða baráttumál femínistar hafa barist fyrir í gegnum tíðina s.s. að konur fái að kjósa, megi sækja um skilnað, nota getnaðarvarnir, ganga í skóla ofl. Veggspjöldin má prenta út og eru þau aðgengileg á mörgum tungumálum. 

 

Gátlistar

Allir búa við einhver forréttindi, en fólk er gjarnan ómeðvitað um sín eigin forréttindi, það kallast forréttindablinda. Hér má finna forréttindagátlista sem nýtast vel til að fá unglinga til að átta sig á forréttindum sínum