Kynjafræðsla fyrir unglingastig - myndbönd og vefsíður
Hér er verkfærakista sem inniheldur myndbönd, vefsíður, sjónvarpsþætti, teiknimyndir og hlaðvörp sem hægt er að notast við í kynjafræðslu á unglingastigi.
Konur og stjórnmál
Hér má finna ýmislegt um kvennabaráttu og um sögu kosningaréttar íslenskra kvenna.
Vefsíður
Þriðja vaktin er herferð á vegum VR. Ólaunuð ábyrgð, yfirumsjón og verkstýring á heimilis- og fjölskylduhaldi er gjarnan kölluð þriðja vaktin eða hugræn byrði (e. mental load). Ósýnileg verkefni sem eru vanmetin og jafnvel álitið sjálfsagt að konur sinni frekar en karlar. Enda fellur þriðja vaktin, þessi hugræna byrði, margfalt þyngra á konur þótt þær séu í sambandi (með karli) eða í fullri vinnu. Konur standa þriðju vaktina og hugræna byrðin fellur á þær sem hindrar atvinnuþátttöku þeirra, framgang í starfi, veldur streitu, álagi og stuðlar að kulnun og er eitt helsta ágreiningsefni í gagnkynja parasamböndum. Á síðunni má fræðast betur um þriðju vaktina.
See Jane er heimasíða á vegum Geena Davis institute on gender in media. Þar má finna allskyns efni tengt hlutfalli kvenna í afþreyingarefni og hlutverkum sem þær eru oftast sýndar í.
Sjálfsmynd og líkamsmynd barna og unglinga er samstarfsverkefni námsráðgjafa, kennara, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga. Síðan inniheldur margvíslegar upplýsingar um sjálfsmynd og líkamsmynd barna og unglinga. Einnig hagnýt ráð og skemmtileg verkefni sem hægt er að vinna með börnum og unglingum alla grunnskólagönguna.
Verkfærakista jafnréttisnefndar KÍ er vefsíða með verkfærum fyrir jafnréttis- og kynjafræðslu sem skipt er eftir skólastigum.
Þróunar- og samstarfsverkefni - á vef Miðju máls og læsis eru skýrslur um ýmis þróunar- og samstarfsverkefni skóla og frístundastarfs í hverfum borgarinnar. Í þeim má sækja hugmyndir að nýjum verkefnum og sjá hvað þegar hefur verið gert með góðum árangri.
Tabú – feminísk fötlunarhreyfing
Hér má finna margvíslegar upplýsingar um stöðu fatlaðs fólks, mannréttindi, reynslusögur, fréttir, pistlar um feminískan fötlunaraktívisma og margt fleira.
Ýmis myndbönd
Börn stíga fram er myndband á vegum UNICEF þar sem börn stíga fram og fjalla um réttindi barna.
Elsku stelpur - Skrekksatriði Hagaskóla sem sigraði árið 2015. Áhrifaríkt atriði sem hvetur stelpur til að berjast fyrir jöfnum tækifærum og sömu virðingu og strákar fá. Efni: Jafnrétti - Kvennabaráttan
Endum giftingar barna er stutt myndband á ensku til að vekja athygli á því vandamáli sem giftingar barna eru í heiminum, hvaða áhrif það getur haft bæði á stelpur sem giftast alltof ungar og á samfélögin sem þær tilheyra.
Hinn kynjaði heili - hér ræðir prófessor Gina Rippon um áhrif umhverfis og uppeldis á þróun heilans og svarar ýmsum mýtum um karla- og kvenheila.
Hvers vegna ekki? - sjónvarpsþættir sem taka á kynjuðum staðalmyndum og mismunun á kómískan hátt. Þættirnir eru afrakstur verkefnis sem Jafnréttisstofa vann í samstarfi við jafnréttisstofnanir í Eistlandi og Litháen um afnám kynjaðra staðalmynda í tengslum við náms- og starfsval.
Jafnréttisfræðsla verður líka að vera á forsendum karla - Innslag úr Kastljósi frá því 2016 um þátttöku og hlutverk karla í kynjajafnrétti.
Moxie er kvikmynd sem hægt er að nálgast á Netflix um unga stelpu og hennar feminíska ferðalag en hún fer að gefa út feminískt tímarit og benda á ójafnrétti kynjanna í skólanum sínum.
Myndband um rasisma sem útskýrir hvernig rasismi hefur áhrif á það hvaða tækifæri fólk fær í lífinu.
Sexism - hér er stutt myndband um kynjaójafnrétti og áhrif þess á fólk.
Strympuheilkennið - stutt myndband á ensku sem fjallar um strympu heilkennið eða the smurfette principle. Mjög oft í myndum og þáttum eru aðalleikarar karlkyns fyrir utan eina konu, sem fær að vera með.
Vegurinn heim er íslensk heimildamynd með viðtölum við fimm börn innflytjenda á Íslandi.
We should all be feminists - Ted talk með Chimamanda Ngozi Adichie um staðalímyndir kynjanna þar sem hún hvetur öll til að vera feminista. Beyonce notaði brot úr þessu erindi í lagi sínu Flawless.
Karlmennskuímyndin
Hér eru hlekkir á annars vegar stutta auglýsingu (2 mín.) um mikilvægi jákvæðra karlmennskuímynda (tilvalin kveikja um karlmennskuímyndir) og hins vegar stutta hvatningu (1.5 mín.) til stráka og karla til að leyfa sér að finna til, gráta og þiggja aðstoð ef þeim líður illa (tilvalin kveikja fyrir samtal um karlmennsku og tilfinningar).
Karlmennskan
Hér eru hlekkir annars vegar á vefsíðu Þorsteins V. Einarssonar um hinar ýmsu hliðar karlmennskunar og hvaða áhrif hún getur haft á okkur öll og hins vegar á stutta teiknimynd frá Pixar (8 mín) um skaðlega karlmennsku og mikilvægi þess að fagna fjölbreytileikanum.
Hlutgerving kvenna í auglýsingum
1. Hlutgerving kvenna er stutt myndband á ensku um hvernig konur eru hlutgerðar í auglýsingum og á öðrum miðlum og hvaða áhrif það hefur á menningu, tækifæri og líðan kvenna.
2. The sexy lie er fyrirlestur sem fjallar um hvernig konur birtast ólíkt körlum í auglýsingum og á öðrum miðlum og áhrif þess á líðan og sjálfsmynd kvenna. Efni: Jafnrétti - Staðalímyndir
Kynbundið ofbeldi - ákall til karla
1. Ákall til karla - stutt Ted talk með Tony Porter þar sem hann fjallar um hvernig menning okkar ýtir undir skaðlega karlmennsku.
2. Kynbundið ofbeldi - fyrirlestur um kynbundið ofbeldi, orðræðuna í kringum það og hvernig menn þurfa að axla ábyrgð og taka þátt í baráttunni gegn því.
Útlitskröfur samfélagsins
1. Steríótýpur Disney - stutt myndband á íslensku um Disney myndir og kynjaðar steríótýpur. Frábært að nota sem kveikju að verkefni eða umræðum um staðalmyndir kynjanna og hvaða áhrif þær hafa.
2. Not my responsibility - stutt myndband með Billie Eilish þar sem hún fjallar um þá pressu og dómhörku sem konur upplifa varðandi líkama sinn og útlit.
Hlaðvörp
1. SamfésPlús var hugsað sem svar Samfés og viðspyrna við áhrifum COVID á ungt fólk og líðan þeirra. Fyrsta verkefni SamfésPlús er hlaðvarpið 'Ungt fólk og hvað?'
2. Allskyns - hér skoða Guðmundur Felixson og Hafdís Helga Helgadóttir allskyns störf, hvers kyns þau eru og hvort kyn skipti þar máli.