Könnun meðal fatlaðs fólks í íbúðakjörnum og sambýlum

Teikning af manneskju taka utan um aðra manneskju.

Framkvæmd var könnun meðal fatlaðs fólks í íbúðakjörnum og sambýlum þar sem spurt var um sjálfstætt líf og nýtingu tækninnar í daglegu lífi. Framkvæmd voru einstaklingsviðtöl og var stuðst við nokkrar tegundir spurningalista til að koma til móts við ólíkar tjáskiptaleiðir fólks.

Könnunin var framkvæmd á tímabilinu maí-nóvember 2021. 

Gæðaviðmið

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála hefur gefið út gæðaviðmið í þjónustu við fatlað fólk og var stuðst við þá við gerð spurningakönnunarinnar. Spurt var um: 

  • Líf/samfélag án aðgreiningar
  • Sjálfstætt heimilishald
  • Tómstundir og menning
  • Skilningur milli starfsfólks og íbúa
  • Réttindagæsla fatlaðs fólks
  • Nýting og aðgengi að upplýsingatækni

Sambærileg könnun var lögð fyrir starfsfólk og var markmiðið að fá sjónarhorn starfsfólks á sjálfstætt líf íbúa og nýtingu tækninnar. Könnunin var netkönnun. 

Niðurstöður könnunar

Niðurstöður fyrir íbúðakjarna

Niðurstöður fyrir íbúðakjarna rekna af Ás styrktarfélagi

Niðurstöður fyrir sambýli

Niðurstöður könnunar meðal starfsfólks

Framkvæmd og aðferðafræði könnunar

Samantekt á helstu niðurstöðum

Kynning á helstu niðurstöðum (myndband frá Velferðarkaffi 18. mars 2022).