Málþing 2018

Opinn kynningarfundur um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík var haldinn föstudaginn 16. nóvember 2018 kl. 9:00-10:30 í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Mikil uppbygging er nú í gangi á nýju íbúðarhúsnæði í Reykjavík og nú þegar ljóst að í ár verða slegin öll fyrri met í nýbyggingu íbúða í borginni.

Fundurinn

Dregin var upp heildstæð mynd af framkvæmdum og framkvæmdaáformum á húsnæðismarkaði í Reykjavík.

Áhersla er lögð á samþykkt verkefni og framkvæmdir sem eru nýlega hafnar, en einnig verður gefin innsýn í verkefni á undirbúningsstigi.

 

Dagskrá

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður umhverfis og skipulagsráðs, var fundarstjóri.