Velferðartækni

Reykjavíkurborg leggur áherslu á að prófa og innleiða velferðartækni í þjónustu við íbúa borgarinnar með það að markmiði að auðvelda fólki að búa á eigin heimili við betri lífsgæði, þrátt fyrir öldrun, fötlun eða veikindi.

Hvað er velferðartækni?

Velferðartækni getur verið hver sú tækni sem er notuð til þess að viðhalda eða auka öryggi, virkni eða sjálfstæði fólks í daglegu lífi. Velferðartækni getur bætt vinnuumhverfi og leitt til betri nýtingu á tíma starfsfólks og fjármagns.

Stefna og aðgerðaáætlun

Í maí 2022 var gefin út stefna Reykjavíkurborgar um velferðartækni sem gildir til ársins 2026. Í kjölfarið var mótuð aðgerðaáætlun velferðartæknismiðjunnar fyrir árin 2022-2023. Hér getur þú lesið meira um stefnuna og aðgerðaráætlunina.

Velferðartækni í prófunum

Velferðartæknismiðjan prófar velferðartækni í þjónustu við notendur velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar. Tími prófana getur verið allt frá nokkrum vikum til nokkra ára. Ef niðurstöður prófana sýna fram á árangur er farið í innkaup og innleiðingu.