Velferðartæknismiðja

Velferðarþjónusta

Borgartún 12-14
105 Reykjavík

""

Hvað gerir velferðartæknismiðjan?

Velferðartæknismiðja Reykjavíkurborgar starfar að innleiðingu velferðartækni og nýsköpun og þróun innan velferðar- og heilbrigðisþjónustu með það að markmiði að auðvelda fólki að búa lengur á eigin heimili við betri lífsgæði, þrátt fyrir öldrun, fötlun eða veikindi.

Innan velferðartæknismiðjunnar vinnur þverfaglegur hópur á sviði nýsköpunar, hjúkrunar, tækni og viðskipta. Í smiðjunni eru framkvæmdar prófanir á velferðartækni með það að markmiði að sýna fram á ávinning tækninnar fyrir íbúa og innleiða tækninýjungar í þjónustu borgarinnar.

Velferðartæknismiðjan tilheyrir Rafrænni miðstöð.