Prófanir velferðartæknismiðju
Velferðartæknismiðjan stendur reglulega fyrir prófunum á ýmsum velferðartæknilausnum. Hér má finna niðurstöður nokkra þeirra sem hafa verið framkvæmdar frá stofnun smiðjunnar.
Raizer
Raizer er batterísdrifinn lyftustóll, sérstaklega hannaður sem hjálpartæki fyrir einstaklinga sem hafa fallið í gólfið.
Assistep
Assistep stigaaðstoðin er hönnuð fyrir fólk sem þarf aðstoð við að ganga stiga vegna líkamlegra takmarkana.
Skolsalerni
Skolsalernin eru hugsuð fyrir fólk sem þarf aðstoð við þrif eftir salernisferðir vegna líkamlegra takmarkana.
Raflásar
Tunstall raflásalausnin er hugsuð fyrir heimaþjónustu til að nota í stað lykla að heimilum fólks í þjónustu.
DigiRehab
DigiRehab hugbúnaður sem er hugsaður til þess að gera ófaglærðu starfsfólki í heimaþjónustu kleift að veita eldri borgurum leiðbeinandi styrktarþjálfun sem byggir á viðurkenndum aðferðum sjúkraþjálfunar.
Ert þú með hugmynd að velferðartækni?
Velferðartæknismiðjan er alltaf að leita nýrra lausna til að bæta þjónustu og starfsumhverfi með velferðartækni.
Ef þú ert með hugmynd að prófunarverkefni eða upplifir vandamál sem gæti verið leyst með velferðartækni hafðu þá samband.