Hverfið mitt 2017
Helstu upplýsingar um Hverfið mitt 2017. Allar helstu upplýsingar um hugmyndasöfnunina, uppstillingu kjörseðla og hverfakosningarnar. Allt frá fjölda hugmynda sem voru sendar inn yfir í kosningaþátttöku hverfa Reykjavíkur.
Hugmyndasöfnun og yfirferð
Hugmyndasöfnun fyrir verkefnið Hverfið mitt fór fram dagana 1. til 24. mars 2017. Alls bárust 1081 hugmyndir inn í allri Reykjavík. Líkt og áður var öllum heimilt að skila inn hugmynd og voru hugmyndasmiðir hvattir til að skila vel unnum hugmyndum inn í samræmi við forsendur hugmyndasöfnunarinnar. Þetta var í sjötta skiptið sem hugmyndasöfnunin fór fram.
Að lokinni hugmyndasöfnun tók við mat fagteymis Reykjavíkurborgar sem samanstendur m.a af fulltrúum frá samgöngudeild og deild opinna svæða, sérfræðingum í lýsingarmálum, göngustígum og götum og garðyrkjustjóra ásamt því að þegar upp komu verkefni sem kröfðust enn frekara sérfræðiálits var haft samband við viðeigandi sérfræðinga.
Að hugmyndamati loknu fundaði hverfisráð með starfsfólki borgarinnar um mat þeirra á innsendum hugmyndum í hverfinu, og fara yfir verkefni í þeirri vinsældaröð sem þau birtast á samráðsvefnum. Hverfisráð skoða m.a. dreifingu verkefna um hverfið og hvaða verkefni munu falla út eftir yfirferð fagteymis. Telji hverfisráð að röðun þeirra verkefna sem eftir standa (allt að 25) sé með þeim hætti að verulega halli á ákveðna hverfishluta, getur það reynt að jafna leikinn með því að skipta út allt að 5 af 25 efstu verkefnum fyrir verkefni neðar á listanum (að því gefnu að verkefni séu fleiri en 25). Ráðið skal við þetta hafa í huga vinsældir þeirra hugmynda sem skipt er út.
Kosning
Íbúar kusu um framkvæmdir í hverfum í kosningum 3.-19. nóvember 2017. Þátttaka í kosningum íbúalýðræðisverkefnisins Hverfið mitt hefur aldrei verið betri, en kosningaþátttaka var 10,9%.
Atkvæðisrétt höfðu allir íbúar í Reykjavík 16 ára og eldri og voru nærri 102 þúsund íbúar á kjörskrá. Af þeim nýttu sér 11.113 rétt sinn til að kjósa. Kosið var um framkvæmdir í hverfum borgarinnar og voru 450 milljónir til ráðstöfunar. Íbúar kusu í ár 76 verkefni til framkvæmda á árinu 2018.
Hér fyrir neðan má sjá þau verkefni sem hlutu kosningu í öllum hverfum Reykjavíkur.
Verkefni kosin til framkvæmda
Árbær og Norðlingaholt - 2017
- Leiktæki á lóð Selásskóla
- Kaldur pottur í Árbæjarlaug
- Göngustígur við Rauðavatn
- Ruslatunnur við göngustíga í Norðlingaholti
- Bæta lýsingu við göngubrú yfir Breiðholtsbraut
- Göngustígur á horni Rofabæjar og Fylkisvegar
- Drykkjarfontur í Elliðaárdalinn
- Ungbarnarólur á leikvelli í Bæjarhverfi
- Þrektæki við Rauðavatn
- Fuglaskilti við stíflubrú
- Göngustígur milli Sel- og Árvaðs
- Merkja bílastæði við Sandavað
Breiðholt - 2017
- Lýsing á göngustígum í Seljahverfi
- Kaldur pottur í Breiðholtslaug
- Lýsing í Elliðaárdal
- Leiktæki og tartan í Breiðholtslaug
- Lýsing og borðbekkir við skíðabrekku
- Lagfæra svæðið við færanlegar kennslustofur við Seljaskóla
- Fjölga bekkjum í Seljahverfinu
- Lagfæring á aðkomu Breiðholtsskóla
- Grindverk við körfuboltaspjald á lóð Hraunheima
Grafarholt og Úlfarsárdalur - 2017
- Lýsing við sleðabrekku fyrir neðan Reynisvatnsháls
- Ruslastampar í Grafarholti
- Áningastaður á milli Hádegismóa og Grafarholts
- Líkamsræktartæki við Reynisvatn
- Gróðursetning í Úlfarsárdal
- Heilsustígur í Úlfarsárdal
- Upplýsingaskilti um vegalengdir
Grafarvogur - 2017
- Frágangur við grenndargáma við Spöngina
- Vaðlaug við Grafarvogslaug
- Lýsing á göngustíg meðfram Strandvegi
Háaleiti og Bústaðir - 2017
- Ávaxtatré á opnum svæðum
- Grenndargámar við Sogaveg.
- Fegra borgarland við Háleitisbraut
- Ný girðing við Bústaðaveg.
- Líkamsræktartæki á opið svæði vestan Miðbæ
- Endurnýjun á göngustíg milli H- og K-landa.
- Bæta leikvöllinn við Rauðagerði
Hlíðar - 2017
- Bætt lýsing við gönguljós við Hlíðarskóla
- Ungbarnarólur á leikvelli
- Göngustígur frá Stigahlíð
- Lýsing við körfuboltavöll á Klambratúni
- Hjólaviðgerðastandur í Hlíðunum
- Klifurgrind á Klambratún
- Bekkir á Klambratún
- Vatnsfontur á Klambratúni
- Bekkir í Hlíðunum
- Upplýsingaskilti um fiskþurrkunarreit og sögulegar minjar
- Endurbætur við gatnamót Brautarholts og Stórholts
Kjalarnes - 2017
- Viðhald á opnum svæðum
- Gler í girðingu við sundlaugina
- Gróður í mön við Jörfagrund og á leiksvæði
Laugardalur - 2017
- Endurbætur á lýsingu í Laugardal
- Framhlið Laugardalslaugarinnar
- Bæta aðgengi að fjöru á Laugarnestanga
- Endurbætur á leikvelli í Laugardal
- Merking stíga í Laugardalnum
- Bæta lýsingu við gatnamót Holta- og Langholtsvegar
- Snyrta umhverfis vatnsbrunna í Laugardalnum
- Hreinsun fjörunnar við Háubakka í Elliðaárvogi
- Ruslatunnur í Vogahverfi
- Stærri klukkur í Laugardalslaug
- Gönguleið yfir Suðurlandsbraut við Mörkina
- Ungbarnaróla á leikvöllinn við Sæviðarsund
Miðborg - 2017
- Gróður og bekkir í Hljómskálagarðinn
- Fjölga leiktækjum í Hljómskálagarðinum
- Almenningsgarður við Þingholtsstræti 25
- Ný gangstétt við Barónsstíg
- Ungbarnaróla á Skógarróló í Skerjafirði
Vesturbær - 2017
- Gönguleið yfir Hofsvallagötu
- Fjölga ruslatunnum í Vesturbænum
- Lýsing við göngustíg á Ægissíðu
- Sjónauki við Eiðisgranda
- Endurbætur á leikvelli við Tómasarhaga
- Hagatorg tengt við nærumhverfi
- Endurbætur á körfuboltavelli milli Faxaskjóls og Sörlaskjóls