Hverfið mitt 2018

Helstu upplýsingar um Hverfið mitt 2018. Allar helstu upplýsingar um hugmyndasöfnunina, uppstillingu kjörseðla og hverfakosningarnar. Allt frá fjölda hugmynda sem voru sendar inn yfir í kosningaþátttöku hverfa Reykjavíkur.

Hugmyndasöfnun og yfirferð

Hugmyndasöfnun fyrir verkefnið Hverfið mitt fór fram dagana 27. febrúar til 20. mars 2018. Alls bárust 820 hugmyndir inn í allri Reykjavík. Líkt og áður var öllum heimilt að skila inn hugmynd og voru hugmyndasmiðir hvattir til að skila vel unnum hugmyndum inn í samræmi við forsendur hugmyndasöfnunarinnar. Þetta var í sjöunda skiptið sem hugmyndasöfnunin fór fram.

Að lokinni hugmyndasöfnun tók við mat fagteymis Reykjavíkurborgar sem samanstendur m.a af fulltrúum frá samgöngudeild og deild opinna svæða, sérfræðingum í lýsingarmálum, göngustígum og götum og garðyrkjustjóra ásamt því að þegar upp komu verkefni sem kröfðust enn frekara sérfræðiálits var haft samband við viðeigandi sérfræðinga.

Að hugmyndamati loknu fundaði hverfisráð með starfsfólki borgarinnar um mat þeirra á innsendum hugmyndum í hverfinu. Hverfisráð stilla að því loknu allt að 25 hugmyndum upp í kosningu í hverfinu, og taka við það mið af dreifingu verkefna um hverfið og fjölbreytileika bæði verkefna og þeirra hópa sem verkefnin eru líkleg til að gagnast best.

 

Kosning

Kosning í Hverfið mitt hófst þann 17. október og lauk þann 30. október 2018. Þátttaka í kosningum íbúalýðræðisverkefnisins Hverfið mitt hefur aldrei verið betri, en kosningaþátttaka var 12,3%. Kosningaþátttaka árið 2017 var 10,9%. 

 

Atkvæðisrétt höfðu allir íbúar í Reykjavík 15 ára og eldri og voru tæplega 106 þúsund íbúar á kjörskrá. Kjörskrá stækkaði um rúmlega 2000 einstaklinga milli áranna 2017 og 2018 vegna lækkunar kosningaaldurs. Af þessum 106 þúsund íbúum á kjörskrá nýttu 13.003 íbúar sér rétt sinn til þess að kjósa. 

 

Alls voru kosin 88 verkefni í allri Reykjavík og heildarfjöldi þeirra verkefna sem kosin hafa verið til framkvæmda í gegnum verkefnið Hverfið mitt frá því að kosningar fóru fyrst fram árið 2012 er þá orðin 696. Hér fyrir neðan má sjá þau verkefni sem hlutu kosningu í öllum hverfum Reykjavíkur.

Teiknuð mynd af konu að setja atkvæði í kjörkassa.

Verkefni kosin til framkvæmda

Árbær og Norðlingaholt - 2018

  • Bæta umhverfi grenndarstöðva
  • Endurbæta ævintýrasvæði í Elliðaárdal
  • Endurbæta göngustíg og umhverfi við Bæjarbraut
  • Gera Stínuskóg fjölskylduvænni
  • Starfrækja skólagarða í hverfinu
  • Fjölnota hreysti- og klifursvæði
  • Göngu- og hjólaleið milli Selásskóla og Árbæjarlaugar
  • Gróðursetning fyrir neðan Vorsabæ og Hlaðbæ

Breiðholt - 2018

  • Bæta umhverfi grenndarstöðva
  • Fjölnota hreysti- og klifursvæði
  • Framhald á göngustíg við Skógarsel
  • Malbika hluta göngustígs frá Engjaseli að Seljaskógum
  • Mislæg körfuboltakarfa við Breiðholtsskóla
  • Mála yfir veggjakrot og breyta því í abstrakt myndir
  • Hjóla/kerrustíg frá Álfabakka að Brúnastekk
  • Bæta göngustígana á útivistarsvæðinu á Selhrygg
  • Endurgera sparkvöll við Engjasel
  • Fótboltapönnur á völdum stöðum í Breiðholti
  • Leikkastalann til baka á skólalóð Ölduselsskóla
  • Gróðursetja ávaxtatré og berjarunna
  • Setja upp hjólabraut á völdum stað í Breiðholti
  • Betrumbætur á göngu- og hjólaleiðinni yfir Grænastekk
  • Vatnspóstur í Elliðaárdal
  • Körfuboltavöllur við Dverga- og Blöndubakka

Grafarholt og Úlfarsárdalur - 2018

  • Minigolfvöllur
  • Fjölnota hreysti- og klifursvæði
  • Fleiri ruslatunnur við göngustíga
  • Meira skjól og gróður
  • Lýsing á göngustíg við Ingunnarskóla
  • Gróðursetning í Úlfarsárdal

Grafarvogur - 2018

  • Fleiri ruslafötur í Grafarvog
  • Rafræn vöktun
  • Þurrgufubað í Grafarvogslaug
  • Gönguþverun yfir Hallsveg milli Rima- og Foldahverfis
  • Líkamsræktartæki við Grafarvog
  • Hundagerði í Grafarvogi

Háaleiti og Bústaðir - 2018

  • Fjölga ruslatunnum í hverfinu
  • Fjölnota hreysti- og klifursvæði
  • Skapandi leiksvæði í Grundargerðisgarð
  • Lagfæra göngustíg við Ljósaland
  • Heilsuefling meðfram hitaveitustokknum
  • Útiæfingaáhöld og vatnspóst við Víkingsheimilið
  • Hjólabraut í hverfinu
  • Endurnýja teiga á frisbígolfvellinum í Fossvogi

Hlíðar - 2018

  • Hjólarennur í undirgöng undir Miklubraut
  • Gangstétt/hjólastígur meðfram Klambratúni
  • Bæta umgjörð grenndargáma við Klambratún
  • Laga göngustíg frá Bólstaðarhlíð að Kjarvalsstöðum
  • Fjölnota hreysti- og klifursvæði
  • Sparkvöllur á Klambratúni
  • Umferðarspegill við Miklubraut
  • Nýtt torg við Einholt/Skipholt

Kjalarnes - 2018

  • Aparóla á leiksvæðið
  • Þurrgufubað við Klébergslaug
  • Setja upp hundagerði
  • Kaldur pottur í Klébergslaug

Laugardalur - 2018

  • Betri ruslaílát og sorphirða
  • Matarmarkaður í Laugardal
  • Ruslatunnur sem bjóða upp á flokkun á rusli
  • Laga grasið við gönguljósin yfir Sundlaugaveg
  • Fjölnota hreysti- og klifursvæði
  • Fleiri grenndarstöðvar í hverfinu
  • Bæta útiaðstöðu við Álfheimakjarnann
  • Endurnýja vatnspóstana í Laugardal
  • Bekkur við Sólheimabrekku

Miðborg - 2018

  • Skautasvell á tjörnina
  • "Frumskógur" fyrir börn á leiksvæði í miðbænum
  • Grænn reitur á Grettisgötu - Vin í miðbænum
  • Grænn mosaveggur sem dregur í sig mengun
  • Skipta út ruslatunnum
  • Endurnýja Einarsgarð
  • Endurnýja göngustíga í Hljómskálagarði
  • Körfuboltakörfur í miðbæinn
  • Vegglistaverk á Spennistöðina

Vesturbær - 2018

  • Gönguþverun við verslunarhverfi á Granda
  • Fjölnota hreysti- og klifursvæði
  • Strætóskýli við Melaskóla
  • Tennisvöllur við íþróttahús Hagaskóla
  • Gönguþverun yfir Hofsvallagötu við Reynimel
  • Hundagerði við Vesturbæjarlaug
  • Grenndargáma í Vesturbæinn vestan Tjarnar
  • Gönguþverun við Ægisborg
  • Bæta gatnamót Framnesvegs og Vesturgötu
  • Leiktæki á Hringbrautarróló
  • Endurtyrfa sparkvöllinn við Skeljagranda
  • Leggja göngustíg að strætóskýli við Suðurgötu
  • Setja upp hjólabraut við Grandaskóla
  • Púttvöll á grasið við spennistöðina