Hvar eru staðir til að vera og hitta aðra?

Borgarbókasafnið

Á Borgarbókasafninu er hægt er að grúska í safnkostinum, taka þátt í smiðju, kíkja á kaffistund eða myndlistarsýningu, nýta aðstöðuna á Verkstæðinu, njóta samveru með fjölskyldunni eða hitta leshringinn.

Þrjár teiknaðar manneskjur að ræða saman.

Útivistarsvæði

Fjölmörg útivistarsvæði eru í Reykjavík, örugglega fleiri en margir gera sér grein fyrir. 

Krakkar spila pógó

Samfélagshús

Samfélagshúsin í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum halda úti Facebook hóp fyrir íbúa.

Þrjár teiknaðar manneskjur að ræða saman.

Sundlaugar

Það er fátt betra en útivera og hreyfing þegar kemur að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu - og svo er ekki margt sem jafnast á við það að flatmaga í heitum pott!

Teikning af konu í sundi.

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn

Dýra- og skemmtigarður staðsettur í Laugardalnum. Í garðinum eru haldin dýranámskeið fyrir börn og unglinga. Á sumrin eru tækin opin en allt árið í kring er dagskrá þar sem hægt er að sjá þegar dýrunum er gefið að borða eða stundum jafnvel hægt að skella sér á hestbak. Garðurinn er opinn alla daga.

Börn og fullorðnir sigla á bátum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum

Matjurtagarðar

Matjurtagarðar fyrir sumarið 2022 verða opnaðir 1. maí. Íbúar í Reykjavík geta fengið matjurtagarð til afnota.

Teikning af manni að gróðursetja plöntu með Perluna í bakgrunni.

Frisbígolfvellir

Það eru nokkrir frísbígolfvellir í Reykjavík. Skoðaðu hvar vellirnir eru og vertu með.

Göngu- og hjólaleiðir

Það eru margar skemmtilegar göngu- og hjólaleiðir í Reykjavík og nágrenni. Á vefnum útivist.is má finna fróðleik um vinsælustu gönguferðirnar sem eru fastur liður á dagskrá hvers árs.