Aðgengi í Grafarvogslaug

Teikning af eldra fólki í sundleikfimi.

Upplýsingar um aðkomu, sérklefa, hjólastólaaðgengi, lyftur, aðstöðu við sundlaugar og potta.

Yfirlit

  • Sérklefi með sturtu og salerni
  • Lyfta ofan í laug
  • Rampur í útilaug
  • Hjólastólaaðgengi að eimbaði
  • Göngugrindur

Aðkoma

Það er P-merkt stæði nálægt innganginum. Rafmagnsopnun á dyrum og engin fyrirstaða í inngangi.

Búningsklefar

Fara þarf inn um hlið til að komast í búningsaðstöðuna. Til staðar er sérklefi fyrir þá sem það vilja og er hann með öllum nauðsynlegum búnaði s.s. sturtustól, baðbekk og salernisstoðum við salerni. Þegar farið er úr sérklefanum er komið út við innilaugina og þarf að fara meðfram henni til að komast út í sundlaugarnar.

Aðstaða við sundlaug og potta

Innilaugin er við útganginn úr búningsklefum. Í innilaugina eru breiðar tröppur og er handrið í miðjunni. Í útilaug er skábraut, breiðar tröppur með handriði og stigar. Í pottana eru handrið meðfram tröppum í pottinn og einnig í kringum pottana.

Sérklefar

Sérklefar eru sérstaklega ætlaðir til að taka vel á móti trans fólki (og börnum), þar með talið kynsegin fólki, intersex fólki (og börnum), foreldrum fatlaðra barna og barna sem þurfa sérstaka aðstoð og eru af öðru kyni, fötluðu fólki með aðstoðarmann af öðru kyni, börnum að aðstoða foreldra sem eru af öðru kyni, fólki með heilsufarsvanda, svo sem stóma.

Aðgengismyndbönd

Myndskeið sem sýnir aðgengi að sérklefa í Grafarvogslaug með íslenskum texta

Myndskeið sem sýnir aðgengi að sérklefa í Grafarvogslaug með enskum texta

Myndskeið sem sýnir aðgengi að sérklefa í Grafarvogslaug með pólskum texta