Grænu skrefin fjögur

Teikning af húsi sem er eins og blómapottur í laginu og kona vökvar gróður á þakinu

Græn skref í starfsemi Reykjavíkur er fjögurra skrefa umhverfisstarf sem með einföldum og skipulögðum hætti innleiðir umhverfisvænar aðgerðir. Í hverju skrefi eru sjö flokkar og innan hvers flokks eru aðgerðir sem saman í heild mynda gátlista sem hver vinnustaður þarf að fylla út. 

 

Sjö umhverfisflokkar

Sumir vinnustaðir hafa þegar byrjað með umhverfisaðgerðir í einhverri mynd og geta ef til vill þegar uppfyllt fleiri en eitt skref í einu. Stofnanir sem þegar hafa vottað ISO 14001 umhverfisstjórnunarkerfi eða hafa innleitt annars konar umhverfisstarf eins og Grænfánann eiga auðveldara með að innleiða Grænu skrefin.