Gönguskíðaspor á höfuðborgarsvæðinu

Teikning af konu á gönguskíðum.

Innan höfuðborgarsvæðisins og í næsta nágrenni eru lögð gönguskíðaspor þegar veður og aðstæður leyfa. Upplýsingar um hvar og hvenær þau eru lögð eru að finna á upplýsingasíðu okkar á facebook um gönguskíðaspor á höfuðborgarsvæðinu.

Reykjavíkurborg í samstarfi við Sporið leggur gönguskíðaspor á Hólmsheiði og á Rauðavatni þegar veður að aðstæður leyfa og Ullur skíðagöngufélagið hefur lagt spor í Heiðmörk. Ýmsir aðrir hafa verið að leggja spor á höfuðborgarsvæðinu. Einnig eru lögð spor í  Bláfjöllum en upplýsingar um spor í Bláfjöllum má finna á facebook síðu Bláfjalla (Skíðasvæðin - Bláfjöll & Skálafell).
 

  • Ef þú ert aðili sem ert að leggja spor innan höfuðborgarsvæðisins eða í næsta nágrenni mátt þú endilega hafa samband við okkur. Við viljum fá þig í lið með okkur!