Stakt fargjald fyrir akstursþjónustu fatlaðs fólks (16 ára og eldri), fyrir fasta ferð eða tilfallandi ferð, miðast við stakt gjald fyrir öryrkja samkvæmt gjaldskrá Strætó bs. hverju sinni.
Gjald vegna tímabilskorta (30 daga kort eða árskort) fyrir notendur akstursþjónustu fatlaðs fólks (16 ára og eldri) miðast við tímabilskort fyrir öryrkja samkvæmt gjaldskrá Strætó bs. hverju sinni.
Nemakort fyrir 16 ára og eldri, sem stunda viðurkennt framhalds- eða háskólanám, skal miðast við tímabilskort fyrir öryrkja samkvæmt gjaldskrá Strætó bs. hverju sinni.
Fargjald fyrir aðra farþega sem ferðast með notendum akstursþjónustunnar er í samræmi við gjaldskrá Strætó bs. hverju sinni.
2. gr.
Gildistaka
Gjaldskrá þessi er sett á grundvelli 3. mgr. 29. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991.
Gjaldskrá þessi öðlast gildi þann 1. janúar 2025 og fellur þá jafnframt úr gildi eldri gjaldskrá sama efnis.