Gjaldskrá akstursþjónustu fatlaðs fólks

1. gr.

Upphæð gjalds

  • Stakt fargjald fyrir akstursþjónustu fatlaðs fólks (16 ára og eldri), fyrir fasta ferð eða til­fallandi ferð, miðast við stakt gjald fyrir öryrkja  samkvæmt gjaldskrá Strætó bs. hverju sinni.
  • Gjald vegna tímabilskorta (30 daga kort eða árskort) fyrir notendur akstursþjónustu fatlaðs fólks (16 ára og eldri) miðast við tímabilskort fyrir öryrkja samkvæmt gjaldskrá Strætó bs. hverju sinni.
  • Nemakort fyrir 16 ára og eldri, sem stunda viðurkennt framhalds- eða háskólanám, skal miðast við tímabilskort fyrir öryrkja samkvæmt gjaldskrá Strætó bs. hverju sinni.
  • Fargjald fyrir aðra farþega sem ferðast með notendum akstursþjónustunnar er í samræmi við gjaldskrá Strætó bs. hverju sinni.

2. gr.

Gildistaka

  • Gjaldskrá þessi er sett á grundvelli 3. mgr. 29. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991.
  • Gjaldskrá þessi öðlast gildi þann 1. janúar 2025 og fellur þá jafnframt úr gildi eldri gjaldskrá sama efnis.