Opnað fyrir styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fyrir fatlað fólk
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki til náms, verkfæra- og tækjakaupa fyrir fatlað fólk. Að jafnaði getur samþykktur styrkur til umsækjanda í hverri úthlutun verið að hámarki 60.000 krónur vegna náms og 60.000 krónur vegna verkfæra- og tækjakaupa. Styrkirnir er undanþegnir skattskyldu.
Markmið styrkjanna er að auka þátttöku fatlaðs fólks í félagslífi og atvinnu með því að auðvelda því að afla sér menntunar, færni og reynslu.
Frestur til að sækja um er til og með 15. september næstkomandi. Úthlutun styrkjanna fer fram einu sinni á ári og taka úthlutanir mið af fjölda umsókna hverju sinni. Sótt er um rafrænt eða hjá ráðgjafa á einni af miðstöðvum borgarinnar.