Brennur í Reykjavík eru ráðgerðar með fyrirvara

Heilbrigðiseftirlit Samgöngur

Áramót 22-23

Brennur verða tendraðar eins og ráðgert var á höfuðborgarsvæðinu. Óvissustigi Almannavarna hefur verið aflýst á svæðinu.

Ákveðið hefur verið að brennur verði tendraðar eins og ráðgert var á höfuðborgarsvæðinu en þó með fyrirvara, sökum óvissu í veðurspá. Brennustjórar taka lokaákvörðun í samráði við fulltrúa frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðis um hvort tendrað verði í á hverjum stað fyrir sig. Íbúar þurfa að hafa í huga að mögulega verði því brennur á einstaka stað flautaðar af með stuttum fyrirvara.

Almannavarnir kl. 15:15: Óvissustigi aflýst á höfuðborgarsvæðinu

Veðurspá: Höfuðborgarsvæðið kl. 14:50: Austlæg átt 3-8 m/s og él. Suðlæg átt 8-15 m/s í kvöld og snýst í norðvestan 13-18 um tíma í nótt og áfram él, en mun hægari vestlæg átt á morgun. Frost 2 til 7 stig.