Tíu áramótabrennur ráðgerðar í Reykjavík

Heilbrigðiseftirlit Umhverfi

Áramótabrenna

Áramótabrennur eru á dagskrá í Reykjavík en þær hafa fallið niður síðastliðin tvö ár. Það eina sem getur komið í veg fyrir þær að þessu sinni eru vindstig og vindhraði. Brennur eru ekki tendraðar ef vindhraði er yfir 10 m/s.

Nú er verið að hlaða í brennur eftir þeim reglum sem gilda um það sem má brenna - en það er aðeins ómálað timbur. Áramótabrennur eru alla jafna á tíu stöðum í Reykjavík. Umsjón með þeim er ýmist á hendi borgarinnar eða félagasamtaka. Gott eftirlit og vöktun er með brennum og svo er slökkt í þeim tímalega um kvöldið.

Hver verða brennur í Reykjavík?

Borgarbrennur 2022. Kveikt verður á áramótabrennum á gamlárskvöld.

  • Við Ægisíðu, lítil brenna, kl. 20:30.
  • Í Skerjafirði gegnt Skildinganesi 48-52, lítil brenna, tendrað kl. 21:00.
  • Við Suðurhlíðar, neðan við Fossvogskirkjugarð, lítil brenna, kl. 20:30.
  • Laugardalur, fyrir neðan Laugarásveg 18, lítil brenna, kl. 20:30.
  • Geirsnef, á norðanverðu Geirsnefi, stór brenna, kl. 20:30.
  • Við Suðurfell, lítil brenna, kl. 20:30.
  • Við Rauðavatn að norðanverðu, lítil brenna, kl. 20:30.
  • Gufunes við Gufunesbæ, stór brenna, kl. 20:30.
  • Við Kléberg á Kjalarnesi, lítil brenna, kl. 20:30.
  • Úlfarsfell á athafnasvæði Fisfélagsins ofan við Lambhagaveg, lítil brenna (tendrað kl. 15:00)

Fyrirvari um veðurspá

Sýslumaðurinn í Reykjavík staðfestir útgáfu brennuleyfa og fyrir hádegi á gamlársdag er veðurspá skoðuð og ákvörðun tekin um hvort það megi tendra um kvöldið. Sjá kort um staðsetningu á borgarbrennum 2022. Vefsíða með upplýsingum um áramótabrennur í Reykjavík.

Kort af staðsetningu áramótabrenna