Þann 17. maí árið 1990 fjarlægði Alþjóðaheilbrigðisstofnunin samkynhneigð af lista sínum yfir geðsjúkdóma. Frá árinu 2004 hafa hinsegin félög víðs vegar um heiminn unnið að því að vekja athygli á þessari sögu ásamt stöðu hinsegin fólks með því að minnast þessa dags.
Þann 17. maí árið 1990 fjarlægði Alþjóðaheilbrigðisstofnunin samkynhneigð af lista sínum yfir geðsjúkdóma. Frá árinu 2004 hafa hinsegin félög víðs vegar um heiminn unnið að því að vekja athygli á þessari sögu ásamt stöðu hinsegin fólks með því að minnast þessa dags. Árið 2019 færði svo Alþjóðaheilbrigðisstofnunin flokkun sína á þáttum sem snerta trans fólk úr kafla um geðsjúkdóma yfir í kafla um kynverund og heilsu.
Reykjavíkurborg er aðili að Regnbogaborgum (Rainbow Cities Network) sem unnu saman að verkefninu deilum fánanum, eða Share the Flag, en tilgangurinn er að veita systurborgum stuðning í baráttunni gegn mismunun í garð hinsegin fólks. Af því tilefni sendi Dagur B. Eggertsson, borgarstjórinn í Reykjavík, regnbogafána og hvatningarbréf á systurborgir sínar Wroclaw í Póllandi og Vilnius í Litháen.
Þó svo að margt hafi áunnist síðustu ár þegar litið er til lagalegrar og félagslegrar stöðu hinsegin fólks er það enn svo að það upplifir fordóma, mismunun, öráreitni og útilokun. Það er ljóst að allar stofnanir og hópar samfélagsins þurfa að sameinast um að gera betur.
Í ár flaggar Reykjavíkurborg regnbogafánum í tilefni af IDAHOBIT og til að vekja athygli á málefnum hinsegin fólks sem og að fagna hinseginleikanum. Til hamingju með daginn og áfram með baráttuna!
Hér má finna fróðleik um hinsegin málefni hjá Reykjavíkurborg:
Hinsegin fólk og heimilisofbeldi - upplýsingabæklingur
Mannréttindastefna Reykjavíkurborgar
Regnbogavottun Reykjavíkurborgar