Áratugur Reykjavíkur í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis

Húsnæði fyrir alla – 10.000 íbúðir á fimm árum.

Borgarstjóri fer á fundinum yfir nýjar áherslur og aukinn kraft í uppbyggingu íbúða. Kynntar verða niðurstöður úr Grænu húsnæði framtíðarinnar fyrir lóðirnar við Frakkastíg, á Veðurstofureit og í Breiðholti. Auk þess verður farið yfir stöðu verkefna í Reinventing Cities og Hagkvæmu húsnæði.

Reykjavík kynnir uppbyggingarmöguleika innan borgarinnar sem tvöfaldar fjölda þeirra íbúða sem byggst geta upp á næstu fimm árum.

Hverjar eru niðurstöður dómnefndar um Grænt húsnæði framtíðarinnar? Hvar og hvernig íbúðir er verið að byggja í Reykjavík til að mæta þörf?

Staður og stund

Verið velkomin í Ráðhús Reykjavíkur föstudaginn 1. apríl kl. 9:00-10:30 eða fylgist með í streymi. Húsið opnar kl. 8:30, léttur morgunverður.

 

Dagskrá

Húsnæði fyrir alla - 10.000 íbúðir á fimm árum
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
-Sjá erindi borgarstjóra

Nýir uppbyggingarreitir

-Sjá erindi uppbyggingaraðila

Orkureitur
Gunnar Thoroddsen, stjórnarformaður íslenskra fasteigna

Heklureitur
 - 
Örn Kjartansson, framkvæmdastjóri Framkvæmdafélags Laugavegar ehf.

Ártúnshöfði
 - 
Sigurður Smári Gylfason, framkvæmdastjóri Þorpsins.

Haukahlíð 2 
- Sigurlaug Sigurjónsdóttir, arkitekt hjá ASK arkitektum.

Óhagnaðardrifin húsnæðisuppbygging í sókn

Byggingarfélag námsmanna, Arnarbakki 
- Böðvar Jónsson, framkvæmdastjóri Byggingarfélags námsmanna

Búseti, Ártúnshöfði og Kirkjusandur 
- Bjarni Þór Þórólfsson, framkvæmdastjóri Búseta

Bjarg íbúðafélag, Brekknaás, Háaleitisbraut
- Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs

Íbúðarhúsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur

Gufunes
-
Hilmar Steinar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hverfisins Gufuness ehf.

Rökkvatjörn 2
Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri Urðarsels

Lífsgæðakjarnar eldri borgara

Sléttuvegur- Hrafnista
Ariel Pétursson, stjórnarformaður Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins

Grænt húsnæði framtíðarinnar
-Sjá kynningu
 

Grænar uppbyggingarlóðir – niðurstöður samkeppni
Hulda Hallgrímsdóttir og Hilmar Hildar Magnúsarson, verkefnisstjórar hjá atvinnu- og borgarþróunarteymi Reykjavíkurborgar.