No translated content text
Skógarhlíð (Litlahlíð-Konukot) - Gatna- og stígagerð
Myndir
Hvað verður gert?
Gatna- og stígagerð:
Verkið felst í hliðrun á núverandi legu Skógarhlíðar og gerð göngu- og hjólastíga meðfram götunni. Jarðvegsskipt verður undir stígum og götum.
Steyptir stoðveggir:
Verkið felst í gerð steyptra stoðveggja við bílastæði Skógarhlíðar 20 og við stígtengingu á milli Eskihlíðar 14 og 16.
Veitur:
Verkið er í aðalatriðum fólgið í lagningu nýrra safnlagna fyrir yfirborðsvatn, gerð nýrra niðurfalla og færslu núverandi niðurfalla, koma fyrir og ganga frá brunnum og tengingum.
Vegna rafveita er verkið fólgið í því að leggja 11 kV háspennustrengi í nýja legu.
Götulýsing:
Verkið felur í sér að leggja ídráttarrör og jarðstrengi fyrir götulýsingu ásamt þvi að taka niður og reisa ljósastólpa.
Hvernig gengur?
Sept 2024
Framkvæmdir eru í gangi og hefur verið unnið í verkáföngum 1 og 2 við Flugvallarveg og Skógarhlíð neðan Flugvallarvegs.
Júlí 2024
Framkvæmdir hefjast.
Maí 2024
Verkið hefur verið boðið út og samið var við lægstbjóðanda að loknu útboði, sem var Jarðval sf. Í kjölfar þess var samið við aðila um framkvæmdaeftirlit: Verkfræðistofa Reykjavíkur.