Ölduselsskóli - Viðgerðir vegna innivistar

Viðgerðir á nokkrum rýmum, unglingadeild, félagsmiðstöð og kaffistofu starfsfólks Ölduselsskóla. - nú hafa bæst við fleiri rými þar sem unnið er að bráðabrigðaviðgerðum og heilhreinsun á húsnæði skólans- einnig er unnið af því koma fyrir færanlegum stofum á lóð skólans til hægt sé að hefja stærri framkvæmdir í skólabyggunni.
Framkvæmdir hófust sumarið 2025 og lýkur um sumarið 2026, en fyrirséð að umfang framkvæmda mun aukast og verða nánari fréttir settar hér inn um leið og tímalína og framkvæmdaráætlun liggur fyrir.
Undirbúningur
Undirbúningur
Í framkvæmd
Í framkvæmd
Lokið
Lokið

Ölduselsskóli myndir

Hvað verður gert?

Viðgerðirnar snúast um að fjarlægja rakaskemmt byggingarefni í nokkrum rýmum Ölduselsskóla. Jafnframt verða grunnlagnir endurnýjaðar.  Rýmin sem lagfærð verða eru unglingadeild, félagsmiðstöðin og kaffistofa starfsfólks. Nemendum unglindadeildar hefur verið komið fyrir í Seljakirkju á meðan framkvæmdir fara fram en þær munu bæta innivist þessara rýma. Til að trufla skólastarf sem minnst þá eru hávaðasamir verkþættir unnir eftir skólalok. 

Hvernig gengur?

Október 2025

Í kjölfar skoðunar á hluta skólabyggingar var þeim hluta skólans lokað í sumar eftir að úttekt  leiddi í ljós rakaskemmdir .

Í kjölfarið var gerð heildarúttekt á ástandi skólans og leiddi sú úttekt í ljós að þörf er á töluverðrum úrbótum á flestum hlutum skólabyggingarinnar.

September 2025

Framkvæmdir hófust fyrri part sumars. Núna er verið að vinna í niðurrifi ákveðinna svæða og byggingahluta innanhúss. Framundan er að byrja á greftri fyrir utan til að endurnýja drenlagnir. 

Síðast uppfært 29.10.2025