Ölduselsskóli - Viðgerðir vegna innivistar
Hvað verður gert?
Viðgerðirnar snúast um að fjarlægja rakaskemmt byggingarefni í nokkrum rýmum Ölduselsskóla. Jafnframt verða grunnlagnir endurnýjaðar. Rýmin sem lagfærð verða eru unglingadeild, félagsmiðstöðin og kaffistofa starfsfólks. Nemendum unglindadeildar hefur verið komið fyrir í Seljakirkju á meðan framkvæmdir fara fram en þær munu bæta innivist þessara rýma. Til að trufla skólastarf sem minnst þá eru hávaðasamir verkþættir unnir eftir skólalok.
Hvernig gengur?
Október 2025
Í kjölfar skoðunar á hluta skólabyggingar var þeim hluta skólans lokað í sumar eftir að úttekt leiddi í ljós rakaskemmdir .
Í kjölfarið var gerð heildarúttekt á ástandi skólans og leiddi sú úttekt í ljós að þörf er á töluverðrum úrbótum á flestum hlutum skólabyggingarinnar.
September 2025
Framkvæmdir hófust fyrri part sumars. Núna er verið að vinna í niðurrifi ákveðinna svæða og byggingahluta innanhúss. Framundan er að byrja á greftri fyrir utan til að endurnýja drenlagnir.