Endurgerð Laugardalslaugar

Á fundi borgarráðs þann 06.05.21 voru drög að erindisbréfi borgarstjóra samþykkt þess efnis að hefja undirbúning hönnunarsamkeppni um endurgerð Laugardalslaugar og tengdra mannvirkja.

Haldin verður hönnunarsamkeppni í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. Á grundvelli samkeppninnar verði valin tillaga og hugmyndir til áframhaldandi hönnunar og framkvæmda.

Helstu verkefni

Forsagnarhópur var skipaður í kjölfarið og helstu verkefni hans voru:

  • Forsögn og undirbúningur hönnunarsamkeppni
  • Skilgreining keppnislýsingar og framsetning kynningarefnis
  • Hagsmunaaðilagreining
  • Áhættugreining

Starfshópinn skipa

  • Ósk Soffía Valtýsdóttir, formaður, umhverfis- og skipulagssvið
  • Kristjana Ósk Birgisdóttir, umhverfis- og skipulagssvið
  • Jón Valgeir Björnsson, eignaskrifstofa
  • Pálína Magnúsdóttir, menningar- og ferðamálasvið
  • Steinþór Einarsson, íþrótta- og tómstundasvið
  • Sólveig Valgeirsdóttir, íþrótta- og tómstundasvið

Starfsmaður/verkefnisstjóri starfshópsins:

  • Pála Minný Ríkharðsdóttir, umhverfis- og skipulagssvið

Ráðgjafar Hópsins

  • Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar
  • Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri miðlunar og nýsköpunar á Borgarbókasafni
  • Pétur H. Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri Minjastofnunar Íslands
  • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa

Laugardalslaug

Talið er að sund- og baðferðir hafi verið tíðkaðar frá alda öðli í Laugardalnum. Sagt er frá baðlaug suður af Laugarnesi 1772. Sundkennsla hófst árið 1824, að vísu eingöngu fyrir pilta. Árin 1907-1908 lét bæjarstjórn Reykjavíkur hlaða laugarker úr tilhöggnum steini og er það trúlega fyrsta íþróttamannvirkið sem bærinn byggði. Síðan hefur sund verið iðkað í Laugardalnum.