English translation
Hi! The English site is only a beta for now and still has many errors (especially in names and locations).
We are working hard to fix them and making more content available than ever before so expect constant updates.
Preschool with a Nursery Division
Skolabaer 6
110 Reykjavik
Rofaborg tók til starfa í nóvember 1985 í Árbæjarhverfi, við rætur Elliðaárdalsins sem er ein af fegurstu náttúruperlum borgarinnar. Í Rofaborg dvelja 97 börn á 5 aldursskiptum deildum sem bera fuglanöfnin Svanaland, Þrastaland, Lóuland, Spóaland og Krummaland. Starfsmenn eru 30.
Leikskólastjóri er Þórunn Gyða Björnsdóttir
Viltu vita meira um Rofaborg? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. Unnið af Erlu Stefánsdóttur og Antoníu Lárusdóttur fyrir skóla- og frístundasvið.
Einkunnarorð Rofaborgar eru leikur, gleði og vinátta
Starf leikskólans fellur vel að stefnu Bandaríkjamannsins John´s Dewey sem lagði áherslu á að börnin ættu að vera virk í leikjum sínum og umhverfi þeirra frjótt og skapandi ásamt hrósi og hvatningu frá fullorðna fólkinu. Sjálfsprottin leikur barnsins væri í senn nám barnsins og útfærsla á reynsluheimi þess. Dewey fræðin eru gömul en inntak þeirra á fyllilega erindi inn í nútíma samfélag.
Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Rofaborgar? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi.
Hvað er framundan á Rofaborg? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira.
Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar.
Leikskólinn Rofaborg tilheyrir Austurmiðstöð. Austurmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi og Kjalarnesi og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta.