The Lady of the Mountain 2018

The Lady of the Mountain 2018

Sigrún Edda Björnsdóttir was the Lady of the Mountain in 2018. Linda Vilhjálmsdóttir wrote her address.

The Lady of the Mountain 2018, Sigrún Eddda Björnsdóttir

í stað þess

að stilla okkur upp

á stallinum

 

köllum við saman

All Ladies of the Mountain

 

hó!

nú streymum við misvænar

niður á völlinn

 

margar

með þunga snjóköggla á kviðnum

~

þær fremstu

með klakakrónuna

eins og erfðarsynd á höfðinu

 

og brælan úr brennunni

stendur eins og strókur upp úr hvirflinum

 

hráblautur strigapokinn

er tekinn saman

með stolnu snæri í mittinu

 

og óvígður moldarslóðinn

hringast eins og naðra um fæturna

~

þær næstu

með hattkúf á höfði

 

krullur í hári

og eldrauðan varalit

 

í drappaðri dragt

eða aðskornum kjól úr gardínuefni

 

og berir leggirnir litaðir

með skóáburði frá hnéskel og niður úr

~

síðastar

koma druslurnar

 

stífmálaðar

í of flegnum blússum

 

of þröngum

og of stuttum pilsum

 

á of háum hælum

og of fullar í þokkabót

~

og þegar við höfum helgað okkur

hverja torfu á vellinum

stígum við fram

 

All Ladies of the Mountain

fullvalda og sjálfstæðar