The Lady of the Mountain 2011

The Lady of the Mountain 2011

Vigdís Hrefna Pálsdóttir was the Lady of the Mountain in 2011. Gerður Kristný wrote her address.

The Lady of the Mountain 2011, Vigdís Hrefna Pálsdóttir

Address by the Lady of the Mountain

Það bærist ekki hár
á höfði Jóns
þar sem hann trónir
staffírugur á stöplinum
og hvessir augun
út á Tjörnina

Á hverju vori
gætir hann þess
að ungarnir komist upp
hikar ekki við
að stökkva niður
og stugga við
mávinum

Hattinum
fleygði Jón
í fugl
hefur verið
berhöfðaður síðan

Dúfa gekk undir
dúfuvæng og
bauðst til að
sækja höfuðfatið
en Jón er staðfastur
eins og karl á krossgötum
undir álfakvaki

Hatturinn er
úti í Hólma

geymir hreiður
úr stráum
dúni og
draumsýn

Örsmá eggin
óræk sönnun þess
að mesta skuldin
er alltaf
þakkarskuldin