Einarsgarður

Útivistarsvæði

Laufásvegur/Hringbraut
101 Reykjavík

""

Um Einarsgarð

Einarsgarður er snotur, lítill almenningsgarður er liggur fyrir ofan Gömlu Hringbraut og fyrir neðan mót Laufásvegar og Barónsstígs, til móts við hús gamla Kennaraskólans. 

Einarsgarður á rætur sínar að rekja til Gróðrarstöðvarinnar sem starfaði þar milli 1899 og 1931. Garðurinn heitir í höfuðið á Einari Helgasyni garðyrkjufræðingi.

Grunnupplýsingar

Aldur: 1899-1931 Í eigu Gróðrarstöðvarinnar. Varð almenningsgarður árið 1943.

Samgöngur:

  • Bílastæði við Gömlu-Hringbraut, Barónsstíg og Laufásveg.
  • Strætóleiðir: 1-3-6-14-15-19. Stöðvar: Landspítalinn - BSÍ.

Þar er að finna: Garðyrkja - Listaverk - Bekkir - Sögustaður.

Saga

  • Gróðrarstöðin starfaði í landi Hallskots sunnan við Þingholtin milli 1899 og 1931 og fór þar fram ýmis garðyrkja á yfir 4 hektara svæði undir stjórn Einars Helgasonar garðyrkjufræðings. Mikið af eldri trjám Reykjavíkur eiga uppruna sinn í gömlu Gróðrarstöðinni.
  • Gróðrarstöðin lagðist niður 1931 og árið 1943 varð skrúðgarður hennar eign Reykjavíkur og var breytt í almenningsgarð. Þá voru gerð trjá- og blómabeð, lagðar grasflatir og byggðar steinhæðir ásamt stígum. Garðurinn var opnaður almenningi árið 1948.
  • 1954 var höggmyndin Pomona eftir danska listamanninn Johannes Bjerg vígð.

Heimildir

  • Bragi Bergsson. 2012. Almenningsgarðar á Íslandi. Ritgerð til MA-prófs. Háskóli Íslands, Hugvísindasvið.
  • Einar Helgason. 1902. "Gróðrarstöðin". Búnaðarritið. Reykjavík.
  • "Einar Helgason garðyrkjufræðingur og gróðrarstöðin í Reykjavík". Óðinn, 1. júní 1909, bls. 17-18.