Um Dalslaug
Dalslaugin er áttunda almenningssundlaug Reykjavíkur, en síðast opnaði Grafarvogslaug árið 1998. Laugin er vel útbúin með 25 metra sex brauta útilaug ásamt heitum pottum, köldum potti, vaðlaug og eimbaði. Einnig er innilaug sem nýtist vel til kennslu og æfinga.
Arkitektar
VA arkitektar – VSÓ verkfræðihönnun – Landmótun lóðarhönnun.
Byggingarár
Sundlaugin var vígð 11.desember 2021. Nýjar rennibrautir voru opnaðar 6. nóvember 2023.
Saga byggingarinnar
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og skólabörn úr Dalsskóla tóku fyrstu skóflustunguna að nýju mannvirki í Úlfarsárdal 1.október 2015. Skóflustungan markaði upphaf framkvæmda við menningarmiðstöð, almenningsbókasafn, sundlaug og íþróttamiðstöð, sem nýtist íbúum í Grafarholti og Úlfarsárdal. Framkvæmdatíminn spannaði um sex ár. Umhverfisvottuð byggingarefni voru notuð eftir föngum, innlend þar sem því var við komið. Þess var gætt að viðhaldsþörf yrði í lágmarki og lögð áhersla á þætti sem stuðla að heilsusamlegra umhverfi fyrir notendur byggingarinnar.
Þann 12.nóvember 2019 tóku svo og ungir iðkendur í Fram ásamt borgarstjóra, Degi B. Eggertssyni fyrstu skóflustungu að nýrri íþróttamiðstöð í Úlfarsárdal. Heildarflatarmál mannvirkjanna er um 18.000 fermetrar. Heildarkostnaður um 14 milljarðar og er eins stærsta einstaka framkvæmd hjá borginni.
Aðallaug
Lengd: 25 m, breidd: 12,5 m | Mesta dýpi: 1,80 m | Minnsta dýpi: 0,90 m |
Flatarmál: 312,5 m2 | Rúmmál: 503 m3 | Hitastig: 29°C |
Innilaug
Lengd: 12,5 m., breidd: 8 m | Mesta dýpi: 0,90 m | Minnsta dýpi: 0,70 m |
Flatarmál: 100 m2 | Hitastig: 32°C |
Vaðlaug
Stór tvískiptur fjölskyldupottur og sveppur. Hitastig 37°C.
Heitir pottar
Nuddpottur | Hitastig: 38-40°C |
Heitur pottur | Hitastig: 42°C |
Kaldur pottur
Kaldur pottur er á útisvæði. Hitastig 8-10°C.
Eimbað
Eimbað | Sameiginlegt fyrir karla og konur | Hitastig: 40-45°C, 100% raki |
Leiktæki
Tvær stórar rennibrautir. Ylfa sem er 5m há og 35m löng og Úlfur sem er 10m há og 65m löng.
Forstöðumenn frá upphafi
Hrafn Þór Jörgensson 2022-2024
Ellen Elísabet Bergsdóttir 2024-