Brúarskóli

Sérskóli, 3.-10. bekkur

Vesturhlíð 3
105 Reykjavík

Mynd af húsi Brúarskóla með lítið tré í forgrunni. Himininn er blár.

Um Brúarskóla

Brúarskóli er sérskóli fyrir börn og unglinga sem eiga í alvarlegum geðrænum-, hegðunar- eða félagslegum erfiðleikum. Brúarskóli er starfræktur á fjórum starfstöðvum í Reykjavík. Í Vesturhlíð, í Brúarhúsum við Húsaskóla, á Dalbraut við BUGL og á Stuðlum.

Brúarskóli er tímabundið skólaúrræði með það markmið að efla nemendur og styðja við þá svo þeir verði hæfari til að stunda nám í almennum grunnskóla. Megináhersla er lögð á að vinna á jákvæðan hátt að bættri hegðun nemenda og hrósa fyrir það sem vel er gert. Jafnframt er unnið að því að styrkja og bæta félags- og samskiptahæfni nemenda. Kennt er í fámennum námshópum og er kennslan einstaklingsmiðuð að þörfum hvers nemanda. 

Brúarskóli hefur einnig ráðgefandi hlutverk gagnvart almennum grunnskólum vegna erfiðrar hegðunar nemenda.

Skólastjórnendur

Skólastjóri er Björk Jónsdóttir 

Aðstoðarskólastjóri er Ólafur Björnsson

Deildarstjóri í Brúarhúsum er Guðrún Vala Jónsdóttir 

Deildarstjóri á Dalbraut er Birna Hjaltadóttir

Deildarstjóri ráðgjafar er Ingunn Eyjólfsdóttir

Hvernig sæki ég um?

Skilað er inn umsókn á þar til gerðum eyðublöðum sem finna má hér fyrir neðan. Að auki skilar heimaskóli nemanda samhliða inn umsókn.

Starfsemi

Skóladagatal

Hér finnur þú skóladagatal Brúarskóla. Í skóladagatali eru skipulagsdagar skráðir ásamt öðrum mikilvægum upplýsingum fyrir foreldra og forráðamenn.

Skólanámskrá

Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Brúarskóla? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í námi og starfi.

Foreldrahandbók

Foreldrahandbók Brúarskóla er ætlað að vera til upplýsingar um starfsemi skólans. Hún inniheldur margs konar hagnýtar upplýsingar til foreldra um starfið í Brúarskóla. Markmiðið er að allir foreldrar séu vel upplýstir og meðvitaðir um starf skólans.

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.

Tengiliður Brúarskóla er: Björk Jónsdóttir 

Nánari upplýsingar um lögin og þjónustuna eru á heimasíðunni farsaeldbarna.is​