Borgaraþing - fyrstu skrefin

Borgarstjórn Reykjavíkur boðar til opins borgaraþings um málefni barna á aldrinum 0–6 ára. Dagvistun, umönnunarbil, aðstæður í borgarumhverfi, fjölbreyttar fjölskyldugerðir og farsæld barna verða meðal annars til umræðu. Foreldrar eru sérstaklega hvött til að mæta og skiptast á skoðunum. Börn eru velkomin og í Ráðhúsinu verður sérstakt barnahorn meðan á borgaraþinginu stendur þar sem börn eru á ábyrgð foreldra.  

Hvar er þingið?

  • Tímasetning: 11:00–13:00, laugardaginn 8. júní, 2024
  • Staðsetning: Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík

Dagskrá

Kl. 11:00-11:25
Opnun borgaraþings
Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, opnar borgaraþingið og býður þátttakendur velkomna.
Kynning á stefnumótun í málefnum barna
Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi kynnir stefnumótun í málefnum barna sem stendur yfir.
Lýðræðismál hjá Reykjavíkurborg
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, sérfræðingur í lýðræðismálum, fjallar stuttlega um borgaraþingið í samhengi við lýðræðisstefnu borgarinnar.

Kl. 11:25-12:45
Umræður á borðum
Ráðgjafar frá Arcur kynna fyrirkomulag fyrir umræður á borðum og hópar hefja umræður.
 
Kl. 12:45-13:00
Samantekt
Örstutt yfirlit yfir helstu umræðufleti og sjónarmið sem fram koma í umræðum á borðum.
 
Á borgaraþinginu verður unnið í umræðum á borðum, sérstaklega verður hvatt til umræðna um eftirfarandi atriði sem tengjast þjónustu við börn og barnafjölskyldur:
  1. Barnvænt borgarumhverfi
  2. Fjölbreyttar fjölskyldugerðir og þjónusta við þær
  3. Dagvistun - leikskólar og dagforeldrar
  4. Umönnunarbil á milli fæðingarorlofs og dagvistunar
  5. Farsæld barna og aðgengi að velferðarþjónustu
 
Spurningar sem bornar verða upp í umræðum á borðum eru eftirfarandi:
  1. Hvað er jákvætt við þjónustuna og kerfið okkar í dag sem þarf að vernda og ýta enn frekar undir?
  2. Hvernig er hægt að koma betur móts við börn og barnafjölskyldur með nýjum leiðum eða breyttri nálgun í þjónustu?
     

Meira um þingið

Á fundi borgarstjórnar í apríl 2023 var samþykkt tillaga um að halda borgaraþing um  leikskólamál og umönnun ungra barna. Jafnframt kveður ný lýðræðisstefna og aðgerðaráætlun hennar um að haldin séu regluleg borgaraþing um ýmis málefni en þetta er fyrsta þing sinnar tegundar í Reykjavík.

Hafðu samband

Vantar þig aðstoð eða upplýsingar?

 

Fyrirspurnum er svarað á lydraedi@reykjavik.is.

Einnig er hægt að fá upplýsingar hjá þjónustuveri Reykjavíkurborgar.

Þjónustuver Reykjavíkurborgar: 411 1111