Athafnaborgin 2022

Hvar eru tækifærin í Reykjavík? Fundur um nýsköpun, skapandi greinar, uppbyggingu og blómleg atvinnutækifæri í Reykjavík. Kynntu þér öfluga og lifandi Athafnaborg.



Farið var yfir stóru myndina í uppbyggingu innviða og atvinnusköpun, en þar eru víða jákvæð teikn á lofti þegar kemur að skapandi greinum, þróun verslunar og atvinnustarfsemi. Gefið var gott yfirlit yfir verkefni sem nú þegar eru í gangi, auk þess sem kynnt voru framtíðarverkefni og áherslur. Þróunarreitur í nágrenni við fundarstað var heimsóttur.

Staður og stund

Skapandi greinar, verslun, þjónusta og nýsköpun var á dagskrá í Tjarnarsal, Ráðhúsi Reykjavíkur og í beinni útsendingu föstudaginn 8. apríl kl. 9–11.

 

Dagskrá

Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur opnaði fundinn  

  • Athafnaborgin: uppbygging innviða og atvinnuhúsnæðis

    Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri

    Sjá kynningu

  • Jarðhitagarður Orku náttúrunnar

    Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar

    Sjá kynningu

  • Tækifæri í tölvuleikjaiðnaði í Reykjavík

    Þorsteinn Högni Gunnarsson, forstjóri Mainframe

    Sjá kynningu

  • Nýtt athafnasvæði á Esjumelum

  • Hvar er ríkið að byggja í borginni?

    Þröstur Söring, framkvæmdastjóri þróunar og framkvæmda hjá Framkvæmdasýslunni - Ríkiseignum

    Sjá kynningu

  • ​Heilbrigðisvísindagarðar rísa í Reykjavík

    Bjargey Björgvinsdóttir, arkitekt og verkfræðingur hjá NLSH

    Sjá kynningu

  • Græni kassinn

    Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta og þróunarstjóri hjá Sorpu​

    Sjá kynningu

  • Landsbankinn í miðborginni - tækifæri

    Halldóra Vífilsdóttir, arkitekt hjá Landsbankanum

    Sjá kynningu

  • Miðborgin á tímamótum

  • Atvinnuhúsnæði í Kvosinni og nágrenni – staðan og tækifærin

    Samúel Torfi Pétursson, skipulagsverkfræðingur hjá VSÓ

    Sjá kynningu

  • Atvinnu- og nýsköpunarstefna Reykjavíkur

    Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs

    Sjá kynningu

     

Fundarstjóri var Björg Magnúsdóttir fjölmiðlakona