Um Árbæjarlaug

Vígsludagur Árbæjarlaugar var 30. apríl 1994. Stærð byggingarinnar eru 2.100 fermetrar en heildarstærð vatnsflata er um  670 fermetrar. Eimbað endurbyggt 2013 og Nuddpotturinn Nuddi settur upp 2013. Tveir strandblakvellir settir upp 2015.

Arkitektar

Úti og inni s/f.

Byggingarár

1994.

Saga byggingarinnar

Undirbúningur að byggingu Árbæjarlaugar hófst 1990, framkvæmdir hófust á árinu 1991. Þegar byrjað var að grafa fyrir húsinu kom í ljós sprunga og misgengi í grunni laugarinnar. Þar af leiðandi varð að færa laugina um 40 metra í norðvestur, í áttina að Fylkisvellinum. Byggingarfyrirtækið Álftárós h/f var aðalverktaki við byggingu laugarinnar, en verkinu lauk í apríl 1994. Vígsludagur Árbæjarlaugar var 30. apríl 1994. Byggingarkostnaður var 630 milljónir króna.

Stærð byggingar: 2.100 m2 Heildarstærð vatnsflata er um: 670 m2
Stærð lóðar: 17.080 m2 Fjöldi bílastæða: 200

Aðallaug - Djúpið

Lengd: 25 m, breidd: 12,5 m Mesta dýpi: 1,80 m Minnsta dýpi: 1,10 m
Flatarmál: 312,5 m2 Rúmmál: 417 m3 Hitastig: 29°C

Innilaug - Áslaug

Lengd: 10 m, breidd: 6,8 m Mesta dýpi: 0,90 m Minnsta dýpi: 0,70 m
Flatarmál: 68 m2 Rúmmál: 55 m3 Hitastig: 33°C

Vaðlaug - Skeifan

Lengd: 11 m., breidd: 11 m Mesta dýpi: 0,70 m Minnsta dýpi: 0,01 m
Flatarmál: 134 m2 Rúmmál: 94 m3 Hitastig: 32°C

Heitir pottar

Iða Hitastig: 37°C 34 m2 | 21,7 m3
Volga Hitastig: 40°C 13 m2 | 9,4 m3
Víti Hitastig: 43°C 7 m2 | 4,9 m3
Nuddi Hitastig: 38-40C° 15 m2 | 12,5 m3

Hreinsun vatnsins í sundlauginni fer fram í gegnum sandsíur, allt að 100 sinnum á sólarhring í pottunum. Sjálfvirkar klórstöðvar sjá um að halda gæðum vatnsins samkvæmt stöðlum í reglugerð Hollustuverndar.

Kaldur pottur

Kaldur pottur er á útisvæði við eimbað. Hitastig 8-12°C.

 

Eimbað

Eimbað Sameiginlegt fyrir karla og konur: 15 m2

Infrarauð sauna

Infrarauð sauna er í kvennaklefa og karlaklefa. Hún lokar kl. 21:00 á kvöldin. 

Infarauð sauna  6 m2

Notkunarreglur fyrir infrarauða sauna:

  • Sitjið á handklæði
  • Farið ekki blaut í klefann 
  • Æskilegur tími í hvert skipti er 20-25 mínútur

Hvað gerir infrarauð sauna?

  • Minnkar spennu í vöðvum
  • Eykur slökun
  • Eykur efnaskipti í líkamanum
  • Eykur blóðflæði og örvar æðakerfið
  • Dregur úr bólgum og vekjum

Strandblak

Tveir strandblaksvellir voru settir upp árið 2015. Bóka strandblaksvöll.

Vatnið

Við framleiðum á staðnum klór úr salti, sem er hreinni og heilnæmari en venjulegur klór. Framleiðslan sér líka um að halda sýrustigi í vatninu réttu. Því til viðbótar er þetta stórt grænt spor.

Leiktæki

Vatnsrennibraut: hæð brautar 5,0 m, lengd brautar 33,5 m. Vatnsrennibrautin var endurnýjuð 2015.
Önnur leiktæki: lítil rennibraut, vatnsbunur og ýmiskonar flotleiktæki.

Veitingar

Í Árbæjarlaug er veitingasala þar sem hægt er að kaupa ýmsar léttar veitingar, snyrtivörur, sundföt og fleira.

Forstöðumenn frá upphafi

Stefán Kjartansson 1994-2003
Ólafur Gunnarsson 2004-2005
Jens Á. Jónsson 2005-2010
Guðrún Arna Gylfadóttir 2011-2017
Árni Jónsson 2017-2018
Erla Sigrún Viggósdóttir 2018-2018
Hafliði Halldórsson 2019-2019
Drífa Magnúsdóttir 2019- 2021
Gunnar Már Hoffmann 2021-2022
Vala Bjarney Gunnarsdóttir 2022-