Aðgengi í Árbæjarlaug

Upplýsingar um aðkomu, sérklefa, hjólastólaaðgengi, lyftur, aðstöðu við sundlaugar og potta og afslætti í sundlaugum.

Yfirlit

  • Sér skiptiklefi og sturta
  • Aðgengi án þess að þurfa að fara í almenna klefa
  • Lyfta ofan í laug
  • Hjólastólaaðgengi að pottum
  • Hjólastólaaðgengi að laug
  • Hjólastólaaðgengi að eimbaði
  • Tenging inni- og útilauga
  • Göngugrindur
  • Salerni eru staðsett í klefum, skiptiklefa og afgreiðslu

Aðkoma

Tvö P-merkt bílastæði eru við innganginn. Byggingin er á jarðhæð og engar tröppur eða þröskuldar. Það eru þrjár hurðar við aðalinnganginn og er ein þeirra með rafmagnsopnun.

Búningsklefar

Búningsklefar karla og kvenna eru nálægt afgreiðslunni. Sérklefi er til staðar á innilaugasvæði. Í öllum búningsklefum er salernisaðstaða með salernisstoðum. Það eru sturtustólar í öllum búningsklefum og í sérklefa er einnig baðbekkur.

Aðstaða við sundlaug og potta

Það er stutt í laugina frá öllum búningsklefum. Í innilaug er lyfta ofan í laugina og breiðar tröppur með handriðum. Það er opið milli inni og útilaugar og því hægt að fara á milli án þess að fara uppúr. Bakkarnir eru sléttir við jörðu við sundlaugarnar, í vaðlaug er hægt að ganga niður skáa. Ofan í pottana er farið niður tröppur og eru handrið. Pottarnir eru að hluta til með uppháum bakka og að hluta til eru þeir jafnir við jörðu.

Sérklefar

Sérklefar eru sérstaklega ætlaðir til að taka vel á móti trans fólki (og börnum), þar með talið kynsegin fólki, intersex fólki (og börnum), foreldrum fatlaðra barna og barna sem þurfa sérstaka aðstoð og eru af öðru kyni, fötluðu fólki með aðstoðarmann af öðru kyni, börnum að aðstoða foreldra sem eru af öðru kyni, fólki með heilsufarsvanda, svo sem stóma.

Sjá myndskeið sem sýnir aðgengi að sérklefa í Árbæjarlaug með íslenskum text

Sjá myndskeið sem sýnir aðgengi að sérklefa í Árbæjarlaug með enskum texta

Sjá myndskeið sem sýnir aðgengi að sérklefa í Árbæjarlaug með pólskum texta