Að þróa framtíð loftslagshlutlausrar borgar

mynd af grænni borg

Að þróa framtíð loftslagshlutlausrar borgar er rannsóknarverkefni sem er fjármagnað af NetZero Cities áætluninni.

NetZero Cities styður 112 evrópskar borgir við að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda með aðgerðum í loftslagsmálum til að ná loftslagshlutleysi, einni af stærstu áskorunum sem samfélög okkar standa frammi fyrir í dag. 
 
Reykjavík var valin úr hópi um 400 borga til að vera ein þessara 112 loftslagsborga sem taka þátt í evrópsku samstarfi til að vinna að kolefnishlutleysi fyrir árið 2030. Hluti af þessu verkefni var að búa til loftslagsborgarsamning þar sem ýmsir hagaðilar í Reykjvavík og á Íslandi komu sér saman um hvernig vinna ætti að möguleikum á að ná loftslagshlutleysi. 

 

Teikning af afleggjara í blómapotti.

Rannsóknarverkefnið

Verkefnið mun skoða mismunandi valkosti í bílastæðum frá tveimur sjónarhornum. Í fyrsta lagi mun það rannsaka félags- og efnahagskenninguna um breytingar á hegðun, viðhorfum og umhverfiskostnað samgangna. Í öðru lagi mun það bera saman mismunandi bílastæðalausnir, bera saman losun frá byggingarefnum og byggingum, sem og breytingar á landnotkun. Með að nota tvö ný fasteignaþróunarsvæði í Reykjavík, Veðurstofuhæð og Keldur, mun tvær nálganir vera rannsakaðar. Annarsvegar mun það skoða líkan þar sem hvert fjölbýlishús hefur bílakjallara, aðgengilega með lyftu, sem hefur orðið stöðluð lausn á miðlægum þéttbýlisstöðum. Og hinsvegar mun það bera saman við líkan þar sem eitt bílakjallarahús ofanjarðar er sameiginlegt milli 5-6 fjölbýlishúsa. 

Verkefninu er stýrt frá Umhverfis- og Skipulagssviði Reykjavíkurborgar 

Tengiliður og verkefnisstjóri 

Böðvar Þórisson 

Teikning af húsi sem er eins og blómapottur í laginu og kona vökvar gróður á þakinu