Velferðarstefna Reykjavíkurborgar

Teikning af foreldrum og tveimur börnum.

Reykjavík - fyrir okkur öll

Velferðarstefna Reykjavíkurborgar er rammi utan um metnaðarfulla velferðarþjónustu sem hefur það að markmiði að auka lífsgæði, stuðla að því að allir Reykvíkingar eigi kost á að lifa með reisn og tryggja að Reykjavík sé sannarlega fyrir okkur öll. Stefnan gildir til ársins 2030. Henni fylgir einnig ítarleg aðgerðaáætlun fram til ársins 2025. 

Grunnur velferðarstefnunnar

Vegvísir í velferðarþjónustu

Velferðarþjónusta er veitt margskonar þjónustu við einstaklinga og fjölskyldur með forvarnir, menningarnæmi og mannréttindi í fyrirrúmi. Velferðarstefnan er hugsuð sem vegvísir í þessari mikilvægu þjónustu, jafnt fyrir borgarbúa sem starfsfólk velferðarsviðs.

Framtíðarsýn stefnunnar

Í Reykjavík er veitt velferðarþjónusta sem stuðlar að góðri líðan íbúa og við upplifum að Reykjavík sé fyrir okkur öll.

Hlutverk velferðarsviðs

Velferðarsvið stuðlar að auknum lífsgæðum sérhvers íbúa Reykjavíkur með því að sýna frumkvæði og bregðast við fjölbreyttum þörfum einstaklinga og fjölskyldna fyrir velferðarþjónustu.

Um gerð velferðarstefnunnar

Stefnan var samþykkt í borgarstjórn þann 15. júní 2021.

Unnið var að gerð hennar í tæplega tvö ár en það var á fundi velferðarráðs þann 20. september árið 2019 sem samþykkt var að móta heildstæða stefnu í velferðarþjónustu. Haft var víðtækt og ítarlegt samráð við borgarbúa, starfsfólk, samstarfsaðila og kjörna fulltrúa.

Innleiðing og utanumhald

Velferðarstefnunni, áherslum hennar og aðgerðaáætlun, verður fylgt úr hlaði á markvissan hátt innan velferðarsviðs. Framkvæmdastjórn sviðsins, sem skipuð er lykilstjórnendum af sviðinu, verður stýrihópur um innleiðingu stefnunnar. Stöðumat á aðgerðaáætlun verður gert tvisvar sinnum á ári auk þess sem áætlunin sjálf verður endurskoðuð á ári hverju. 

Teikning af sex manneskjum.

Stefnumarkandi áherslur í velferðarstefnu

Fyrirspurnir og ábendingar

Fyrirspurnir má senda á Dís Sigurgeirsdóttur skrifstofustjóra á dis.sigurgeirsdottir@reykjavik.is