Útgefið efni - Velferðarsvið

Fyrra skjalið er um félagslegt tengslanet, tómstundir og almennt heilsufar barna. Rannsóknarstofnun í barna- fjölskylduvernd og Félagsvísindastofnun HÍ gerðu rannsóknina. Neðra skjalið er ritröð þar sem kynntar eru niðurstöður rannsóknar um félagslegar aðstæður reykvískra barnafjölskyldna eftir atvinnustöðu þeirra einnig frá Rannsóknarstofnun í barna- fjölskylduvernd og Félagsvísindastofnun HÍ.

Markmiðið er að veita viðbótaraðstoð við grunnþjónustu fyrir einstaklinga sem þurfa á auknum stuðningi að halda vegna aðstæðna sinna eða fötlunar. Stuðningsþjónusta er aðstoð við athafnir dagslegs lífs og/eða félagslegur stuðningur til þess að rjúfa félagslega einangrun.

Forvarnastefnan tekur til barna og ungmenna frá fæðingu til tvítugs, foreldra og allra sem að málefnum þeirra og uppeldi koma.

Könnun sem gerð var meðal 9. bekkinga um þeirra hugmyndir að forvörnum.

Farið í heimsóknir til íbúa í Árbæ, Grafarholti og Laugardals, 80 ára og eldri í sjálfstæðri búsetu, sem höfðu litla eða enga þjónustu frá Þjónustumiðstöðinni. Verkefni styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna 2011.

Rannsókn á þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi meðal innflytjendabarna í Breiðholti 2008.

Áhrif endurhæfingar á einstæðar mæður með langvarandi félagslegan vanda, 2008.

Gjaldskrár

Reglur

Markmiðið með eftirfarandi samantekt er að gefa yfirsýn yfir þjónustu við börn skipt niður í hverfi. Tölfræðiupplýsingar um þjónustu miðast alla jafna við tímabilið janúar-desember árin 2014 og 2015.
 
skýrsla um sára fátækt bendir til þess að staða fólks á húsnæðismarkaði og heilsufar séu lykilþættir sem spá fyrir um hvort fólk búi við hana eða ekki.

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar ber ábyrgð á velferðarþjónustu borgarinnar. Í því felst stefnumótun í velferðarmálum, áætlanagerð, framkvæmd og samþætting velferðarþjónustu, eftirlit í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu, mat á árangri, þróun nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustu.

Tölfræðivefur velferðarsviðs, velstat - Lykiltölur, mánaðarleg- og árleg tölfræði.

Markmið úttektarinnar er að greina hver þörf á áframhaldandi stuðningi og úrræðum Barnaverndar Reykjavíkur (BR) er fyrir börn 18 ára og eldri. Flest börn sem sóttu um áframhaldandi stuðnig og úrræði voru í fóstri eða höfðu verið vistuð á stofnun. 

Úttekt á þörf á áframhaldandi stuðningi og úrræðum fyrir 18 ára börn sem hafa notið stuðnings og úrræða Barnaverndar Reykjavíkur - 2011

Erla Björg Sigurðardóttir, verkefnastjóri rannsókna og þjónustumats á velferðarsviði var með erindi um fíkn og fjölskyldur með áherslu á langtímanotendur félagsþjónustu á morgunverðarfundi 3. mars á Grand Hóteli kl. 8:00 - 10:30 „Vímuefnafíkn og fjölskyldur“ á vegum fagdeildar félagsráðgjafa um áfengis- og vímuefnamál.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

15 + 0 =