Hlutverk og helstu verkefni deildarinnar:

Innkaupadeild annast allar tegundir innkaupaferla fyrir hönd Reykjavíkurborgar, þar með talið samkeppnisviðræður, samningskaup, forvöl, útboð, örútboð og verðfyrirspurnir vegna vöru- og þjónustukaupa og verklegra framkvæmda. 

Innkaupadeild gætir þess að innkaup Reykjavíkurborgar séu í samræmi við lög og reglur sem um innkaup gilda. Skipulag innkaupa á að tryggja skilvirkari innkaup, lægri rekstrarkostnað fyrir borgina í heild sinni, einfaldari innkaupaferla sem lækka óbeinan innkaupakostnað einstakra sviða og rekstrareininga. Deildin annast gerð samninga og pantana á þessu sviði og veitir þjónustu, ráðgjöf og fræðslu í tengslum við innkaup og innkaupaaðferðir.

Hvert svið Reykjavíkurborgar ber ábyrgð á að haga innkaupum í samræmi við innkaupastefnu og innkaupareglur borgarinnar (5. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar).

 

Útboðsgögn eru aðgengileg á útboðsvef innkaupadeildar eða í þjónustuveri Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12 - 14, 105 Reykjavík alla virka daga frá kl. 8:20 til 16:00, sími 4 11 11 11.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Vinsamlega sendið fyrirspurnir/ábendingar á netfangið utbod@reykjavik.is.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

13 + 2 =